Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 88
82
M 0 R G U N N
mann eða fólk hans; hún veit engin deili á því eða þeim
manni, sem þarna kom og ávarpaði mig.
Af ástæðum, sem eg hirði ekki um að greina, tel eg
mig ekki hafa rétt til að nefna hér nein nöfn eða birta
fleira af því, er hann sagði og sýndi Finnu. Það er held-
ur ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er það, að hann sýnir
Finnu hlut inni í herbergi á bænum þar sem hann átti
heima lengstan hluta æfi sinnar, hlut, sem hafði verið
keyptur þangað eftir að hann hafði komið þar eða verið.
Hvaðan fá miðlarnir slíka vitneskju sem þessa? Er
yfir höfuð nokkuð skynsamlegra svar til við henni en
það, að hún komi frá þeim sjálfum, er þarna segjast
vera að verki? Eg gæti haldið áfram miklu lengur ef
tími leyfði, að segja frá engu ómerkari sannanaatrið-
um, og sum þeirra eru þannig, að ekki er rétt að láta
þau hverfa í þögn gleymskunnar. Stundum hefi eg ver-
ið ávarpaður á þessum fundum af mönnum, sem eg að
vísu hefi kannast við, er Finna hefir nefnt rétt eigin-
nöfn þeirra. En þeir hafa gert meira. Þeir hafa dregið
fram eitt atriði eftir annað úr liðnu jarðlífi sínu, er þeir
hafa ýmist sagt henni eða sýnt. Við fæst af þeim atrið-
um hefi eg kannast sjálfur, en samkvæmt beiðni þeirra
er þar kváðust standa á bak við hefi eg skrifað hlutað-
eigandi ættingjum þeirra eða kunningjum, og hafa þeir
staðfest sannleiksgildi hinna tilfærðu atriða; og eg hefi
aldrei rekið mig á það, að nokkurn tíma hafi komið
fyrir skekkja eða ónákvæmni 1 lýsingum eða frásögn
Finnu, enda er Finna með afbrigðum gætin og varkár
með að segja aldrei annað eða lýsa neinu því, sem hún
er ekki viss um að hún sjái skýrt og greinilega eða
heyri rétt. Virðist henni eitthvað svo óskýrt eða óljóst af
því er henni er sýnt eða sagt af þeim, er koma að sam-
bandinu, að hún kunni að geta misskilið það eða henni
kunni að misheyrast, þverneitar hún að segja nokkurn.
hlut um það.