Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 9

Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 9
MORGUNN 3 einmitt af ar miklu máli fyrir líf vort hér, að þeim er svo tíðrætt um þetta efni. Það er ekki örðugt verk að finna ástæðurnar fyrir því, að svona mikil breyting hefir orðið á hugmyndum manna um þetta efni á síðustu tímum. Ástæðurnar liggja í augum uppi. Ekki þarf á annað að benda, en hina vís- indalegu uppgötvun um framþróun tegundanna og upp- runa mannsins og hið nána samband heila og hugar, sem síðari tímar hafa fyrstir rannsakað til muna. Hvort tveggja hefir í ríkum mæli valdið truflun á trúnni á framhaldslífið. Þá hefir og sú bylting, sem orðið hefir á trúarhugmyndunum yfirleitt og staðið hefir í sambandi við biblíurannsóknirnar, einnig náð til þessa máls. Um leið og trúin á innblásturskenninguna féll um koll og með henni alt, sem henni fylgdi, þá hafa menn farið að spyrja, á hverju trúin á ódauðleikann væri líka reist, og þeir hafa ekki fundið svar, sem þeim fullnægði. En þótt búast hefði mátt við, að þetta svarleysi fylti menn ugg og ótta og sorg, þá hefir það ekki orðið. Einn af allra göfugustu eiginleikum mannsins er sá, að hann hefir hæfileika til þess að samlaga sig þeim ástæðum, sem hann er settur í, á tiltölulega örstuttum tíma. Maðurinn reynir ávalt að gera það bezta, sem hægt er, úr þeim ástæðum, sem fyrir hendi eru. Hann hefir mist trúna á ódauðleikann, sem er nærri því jafn gömul mannkyn- inu, en hann hefir þá jafnskjóttfullvissað sig sjálfan um, að það gerði ekkert til, — lífið hefði margt annað að bjóða, sem eins mikils væri virði og þessi hugsun. Og benda mætti ennfremur á enn eina ástæðu, sem valdið hefir því, að menn hafa hætt að leggja áherzlu á ódauðleikatrúna. Og sú ástæða á sér rætur í því, sem göfugast og merkast hefir verið í sálum þeirra. Þeir hafa komið auga á, hver ferill gæti legið fyrir mannkyninu, og hverri fullkomnun lífið á jörðu gæti tekið, ef rétt væri stýrt. Og beztu mennirnir hafa verið þess albúnir, að fórna sjálfum sér og öllum persónuleika sínum, til 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.