Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 38
-32
MOEGUNN
en enginn veitti mér athygli. Mér fanst þetta þá svo kát-
legt, að eg rak upp skellihlátur.
Mér fanst óhugsandi annað en að þau heyrðu þetta,
en það fór á annan veg, því enginn leit af líkama mín-
um. f fyrstu datt mér ekki í hug að tala, og að lokum
sagði eg við sjálfan mig: „Þau sjá einungis með augum
líkamans. Þau geta ekki séð anda. En horfa á það, sem
þau halda að sé eg, en þeim skjátlast. Þetta er ekki eg.
Eg er hérna, og eg er eins vel lifandi og nokkuru sinni
áður. —
Eg sneri við og fór út um opnar dyrnar; eg beygði
mig niður og eg aðgætti hvar eg steig niður fætinum
um leið og eg gekk út á pallinn fyrir framan útidyrnar.
Eg gekk yfir pallinn, ofan þrepin og fram á stétt-
ina og út á strætið. Þar nam eg staðar og leit umhverfis
mig. Eg hefi aldrei veitt strætinu eins nákvæma athygli
og eg gerði nú. Eg tók eftir, hvað jarðvegurinn var
rauðleitur og hvernig regnið hafði skolað til moldinni.
Eg horfði dálítið raunamæddur umhverfis mig eins og
maður, sem er um það leyti að yfirgefa heimili sitt um
langan tíma. Þá tók eg eftir því, að eg var hærri vexti
en í jarðlífinu og þótti mér vænt um það. Eg var líkam-
lega heldur lægri maður en eg hafði ákosið, en nú fór
eg að hugsa um, að í næstu tilveru yrði eg eins og eg
hefði óskað að vera.
Eg tók eftir því, að fötin mín höfðu líka stækkað,
til þess að samsvara vexti mínum, og eg fór að furða mig
á, hvaðan þau hefðu komið, og hvernig eg hefði komist
í þau, án þess að eg hefði hugmynd um. Eg aðgætti efn-
ið í þeim og fanst það mundi vera einskonar skozkt efni,
góð föt, en mér fanst þau ekki tiltakanlega falleg; þó
voru þau þokkaleg og að öllu sæmileg. Frakkinn var vel
rúmur og er það hentugt um sumarleytið. ,,En hvað mér
líður vel!“ hugsaði eg. „Það eru ekki nema fáein augna-
blik síðan eg var hræðilega veikur og niðurbældur. Þá
kom þessi breyting, sem nefnist dauði og eg hefi svo