Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 31

Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 31
MORGUNN 25- eðli og hæfileikamunur manna þurkaðist út; að allir yrði úr sama efni og í sama móti steyptir í einu og öllu. En þetta er þvert á móti sýnilegu og áþreifanlegu lög- máli náttúrunnar, lögmáli og aðferð skaparans, og því brjáluð hugsun og ómögulegt til varanlegrar fram- kvæmdar. Nei, aðalatriðið og einkaskilyrðið er hin kristilega og kærleiksríka aðferð, aðferð sjálfs Krists og allra Krists vina: að ala alla jafnt upp til kærleiksríks, rétt- láts og sannkærs hjartalags og hugarfars, og innræta eftir megni öllum jafnt einlæga trú og ást á jafnar skyld- ur allra og jöfn réttindi allra í öllum efnum, eftir hvers eins getu, hæfileikum og tilverknaði; og að hver einn geri svo sitt bezta til, ekki fyrir nauðung eða kúgun, heldur frjáls, fús og glaður, að sem flestum, helzt öll- um, megi líða vel; helzt svo vel, að þeir hafi allar sann- ar lífsnauðsynjar, og láti sér þá nægja það, sem nóg er. En þó um fram alt hjálpa öðrum þannig, að þeir geti hjálpað sér sjálfir svo sem verða má, eftir hvers eins kröftum, en ekki svo, að sjálfsbjargarhvöt og viðleitni viðkomenda sljóvgist, og þeir þá fari að heimta alt af öðrum, en lítið eða ekkert af sjálfum sér. Því að það er hverjum einum bæði sæmst og sælast, að vinna sjálf- ur heiðarlega fyrir „mat" sínum eða þörfum, meðan kraftar gefast til. Og sannlega er það líka sælla að gefa þurfanda náunga, en sjálfur þurfandi að þiggja. Auðvitað hefir þetta kristilega uppeldi eða þessi kristilega frjálsa aðferð og viðleitni enn víðast misjafn- lega tekist, og hræðilega mikið vantar líka enn á, að öll- um líði bærilega hér í lífi. En þó er nú, þrátt fyrir alt, miklu nær almennri vellíðan til líkamans, a. m. k. hér á landi, og víðar, en áður var. Og tilfinningin fyrir böli og bágindum annara manna, og samúðin með líðandi og stríðandi manneskjum, næmari og ríkari eftir því sem líður. Er slíkt alveg vafalaust fyrir áhrif Krists andans, guðs og mannelsku andans, og alls sannarlegs kristin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.