Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 31
MORGUNN
25-
eðli og hæfileikamunur manna þurkaðist út; að allir
yrði úr sama efni og í sama móti steyptir í einu og öllu.
En þetta er þvert á móti sýnilegu og áþreifanlegu lög-
máli náttúrunnar, lögmáli og aðferð skaparans, og því
brjáluð hugsun og ómögulegt til varanlegrar fram-
kvæmdar.
Nei, aðalatriðið og einkaskilyrðið er hin kristilega
og kærleiksríka aðferð, aðferð sjálfs Krists og allra
Krists vina: að ala alla jafnt upp til kærleiksríks, rétt-
láts og sannkærs hjartalags og hugarfars, og innræta
eftir megni öllum jafnt einlæga trú og ást á jafnar skyld-
ur allra og jöfn réttindi allra í öllum efnum, eftir hvers
eins getu, hæfileikum og tilverknaði; og að hver einn
geri svo sitt bezta til, ekki fyrir nauðung eða kúgun,
heldur frjáls, fús og glaður, að sem flestum, helzt öll-
um, megi líða vel; helzt svo vel, að þeir hafi allar sann-
ar lífsnauðsynjar, og láti sér þá nægja það, sem nóg er.
En þó um fram alt hjálpa öðrum þannig, að þeir geti
hjálpað sér sjálfir svo sem verða má, eftir hvers eins
kröftum, en ekki svo, að sjálfsbjargarhvöt og viðleitni
viðkomenda sljóvgist, og þeir þá fari að heimta alt af
öðrum, en lítið eða ekkert af sjálfum sér. Því að það
er hverjum einum bæði sæmst og sælast, að vinna sjálf-
ur heiðarlega fyrir ,,mat“ sínum eða þörfum, meðan
kraftar gefast til. Og sannlega er það líka sælla að gefa
þurfanda náunga, en sjálfur þurfandi að þiggja.
Auðvitað hefir þetta kristilega uppeldi eða þessi
kristilega frjálsa aðferð og viðleitni enn víðast misjafn-
lega tekist, og hræðilega mikið vantar líka enn á, að öll-
um líði bærilega hér í lífi. En þó er nú, þrátt fyrir alt,
miklu nær almennri vellíðan til líkamans, a. m. k. hér
á landi, og víðar, en áður var. Og tilfinningin fyrir böli
og bágindum annara manna, og samúðin með líðandi
og stríðandi manneskjum, næmari og ríkari eftir því sem
líður. Er slíkt alveg vafalaust fyrir áhrif Krists andans,
guðs og mannelsku andans, og alls sannarlegs kristin-