Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 89
M 0 R G U N N
83
Þá hafa og fleiri fengið ágætar sannanir á fund-
um þessum. Verður sennilega untað segja frá þeim síðar.
Oss er sagt frá því í upprisufrásögnum guðspjall-
anna, að þegar lærisveinarnir tveir, sem voru á ferð frá
Jerúsalem til Emaus hafi þekt að ókunni gesturinn, sem
slóst í förina með þeim, var enginn annar en meistari
þeirra og ástvinur, Jesús frá Nazaret, þá hafi þeir ekki
getað haldið kyrru fyrir, heldur farið þegar á fund trú-
bræðra sinna í Jerúsalem til að gefa þeim fögnuð og
hlutdeild í þeirri feginvissu, sem endurfunda-stundin
hafði veitt þeim. Þeir þektu vel sársauka þann og þján-
ing, sem viðburðir föstudagsins höfðu flutt inn í líf
þeirra og annara þeirra, sem höfðu gjörst lærisveinar
meistarans, sem höfðu farið einförum undanfarna daga
og lokað sig inni með harm sinn og hjartasorgir, sem
höfðu að því er virtist liðið skipbbrot á helgustu vonum
sínum. Endurfunda-stundin hafði dreift myrkrum óviss-
unnar og efans úr hugum þeirra; geislar þeirrar vissu,
er endurfunda-stundin veitti þeim, hlutu að dómi þeirra
að vera þess megnugir að veita ljósi og birtu inn í sálu
hinna, sem enn þá börðust við helsáran efa og nístandi
kvöl. Þess vegna lögðu þeir af stað út í næturhúmið til
að flytja samherjum sínum þessar dásamlegu fregnir.
Og það er áreiðanlega þetta sama, samúðin með
þjáningabörnunum, löngunin til að segja þeim, sem enn
Þá reika um víðlendur jarðlífsins með ófullnægða þrá
í hjarta, sem harma genginn góðvin, sem knýr þá, er með
ondurkomu látins en lifandi elskaðs vinar, hafa fundið
l.iósið af hæðum blítt og bjart skína inn í sálir sínar, til
að gefa og veita þeim hinum sömu hlutdeild í fögnuði
þeim og feginvissu, er endurfunda-stundin hefir borið
inn í líf þeirra vissuna, sem hefir breytt dimmum skamm-
degisnóttum hugraunanna í sólbjartan sumardag. Og
með þær vonir í huga hafa hlutaðeigendur leyft mér að
Se&ja frá þessum sannanaatriðum, er undanfarnir vinir
þeirra hafa verið að koma með í sannanaskyni fyrir fram-
6*