Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 128
122
MORGUNN
hræðast þær — en allir þurfa þær, og þeg-ar þær koma,
þá mun vel vora!“
í sama þlað skrifar síra Sigurður Þórð-
Ráðning mik- arson um „kirkjuna og andsæisstefnuna“
illar gátu. (svo nefnir hann spíritisman,n). Hann
kemst þar meðal annars svo að orði:
„Þekkingarþrá hins leitandi mannsanda hefir á síðustu
tímum öðlast ráðningu mikillar gátu. Á eg þar við svar
sálarrannsóknarmanna við spurningunni um lífið eftir
dauðann. Kirkjan, sem lifir fyrir andlegu málin, getur
á engan hátt látið sér það í léttu rúmi liggja, hverju hér
vindur fram. Afskipti hvorrar af annari, kirkjunnar og
andsæisstefnunnar, hafa á margan hátt verið miður æski-
leg, en þegar þar við bætist, að nýjar viðsjár eru fyrir
dyrum, þá virðist þetta hvorttveggja ærin ástæða til þess,
að tilraun sé gerð til að meta málavexti, einkum ef vinn-
ast kynni í þá átt, að frekar mætti greiða úr þeim vanda,
sem þar er á ferð.“
„ ... Þá er og ástæða til að benda á enn eina
Framior
kirkjunnar. ritgjörð í sama blaði. Hún er eftir sira
Jakob Jónsson og heitir: „Framför kirkj-
unnar.“ Hér fer á eftir einn stuttur kafli úr þeirri rit-
gjörð: „Fyrst og fremst eru prestarnir betur undir það
búnir að mæta kröfum tímans nú, en fyrir einum manns-
aldri. Háskólanámið er orðið lengra og í mörgum grein-
um ítarlegra. En þó er eitt, sem mestu varðar. í þá daga
hlutu margir stúdentar að lenda í klípu milli guðfræð-
innar og þeirrar efnishyggjuheimspeki, sem þjóðinni var
þá boðuð í nafni vísindanna. Það, sem prestaskólinn inn-
rætti stúdentinum, að væri heilög opinberun guðs, nefnd-
ist hindurvitni og kerlingabækur í ,,vísindunum.“ Og
það, sem í nafni vísindanna var prédikað sem sannleikur,
kallaði guðfræðin vantrú og villu. Þeir stúdentar, sem
áttu litla trúhneigð, en töluverða aðdáun á vísindum,
gátu ekki varist því að missa virðinguna fyrir guðfræð-
inni. Þeir, sem áttu mikla trúhneigð, en lítið af vísinda-
JJ