Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 17
MORGUNN
11
Þetta er jafn mikil fjarstæða eins og orðin, sem
höfð voru eftir Lúther. Jafnvel þótt vér teldum oss ekki
vera annað en dauðlega líkami, og anda vorn ekki annað
en sinskonar blossa út frá efninu, sem dæi út um leið
og líkaminn hætti að starfa, og jafnvel þótt vér værum
sannfærð um, að verk alls mannkynsins færi að lokum
til ónýtis, þá er ekki þar með fallin úr gildi hvötin og
þráin eftir að lifa. Yér lifum lífinu yfirleitt sem augna-
bliksm^nn, en ekki með augun á eilíftí eða alheimsgildi
hlutanna. En samt sem áður, ef vér tökum að trúa á, að
dauðinn þurki alt út, og er vér hugsum til allra þrauta
aldanna, vegum í huga vorum allar ógnir baráttunnar
og ógæfunnar á jörðu, og látum standa ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum vorum þau endalok, sem óhjákvæmi-
leg eru, þegar þessi útbrunni hnöttur tekur aftur að leys-
ast upp að nýju, þá skiljum vér vel hugsanir heimspek-
ingsins, sem sagði: ,,Þegar hugsað er til þeirrar áköfu
og löngu hörmungar, sem mannkynið hefir gengið í gegn-
um, þá finst manni að betra hefði verið að jörðin hefði
verið eins og máninn, lífvana hrúgald, starflaus og íbúa-
laus“.
En ef það er nú rétt, að trúleysi á ódauðleikann
hljóti að stuðla frekar að hugsunarhætti líkum þessum
og vekja hugsanir skyldar þessum, þá er líka óhugsandi
annað en að þetta hafi mikil áhrif á siðferðisskoðanir
manna yfir höfuð. Þótt bent sé á menn, sem neitað hafa
ódauðleikanum og þó lifað háleitu og göfugu lífi, þá
er það ekki sönnun þess, að trúin á framhaldslífið hafi
lítil áhrif á siðferðiseinkunn manna. Því að menn hafa
svo að segja ávalt og alstaðar trúað á það líf í einhverri
mynd, mismunandi fullkominni. Og sérstaklega hafa
siðferðishugmyndir kristninnar verið nátengdar hug-
myndunum um eilífð hins andlega lífs. Svo að maður,
sem stendur á háu siðferðisstigi, en hefir ekki þessa trú,
getur samt lifað á þeim áhrifum, sem hún hefir haft á
hugsunarhátt mannanna. Fyrir þessar sakir er það, sem