Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 22
16
M O R G U N N
ar hans hafa verið að reyna að teygja sig upp í, hefir
grundvallast á trúnni á gildi mannsins, sem manns, sem
persónuleika, sem sálar, er væri helgari en alt annað,
manns, sem væri efni í guðdóm. En sú siðferðishugmynd,
sem tæki við, þegar ódauðleikatrúin væri horfin, væri
grundvölluð á skoðuninni á manninum sem skipverja
á flaki, skipverja, sem ætti að sjálfsögðu að fara fyrir
borð, er hann væri ekki lengur liðgengur til vinnu. Mis-
munurinn er þetta, að aðrir líta á manninn sem þræl
meðal þræla, hinir á hann sem ódauðlega sál.
Ef til vill kunna þeir einhverjir að vera, sem láta sér
koma til hugar, að þessi hræðsla um það, að menn missi
trúna á ódauðleikann, sé að mestu ástæðulaus, því að
sú trú muni vera að eflast, en ekki að minka. Eg hefi
þar til því einu að svara, að eg held, að hlutunum sé al-
veg öfugt farið. Ódauðleikatrúin dofnar stöðugt í heim-
inum, eftir því, sem eg fæ frekast gert mér grein fyrir.
Og það er meðal annars þess vegna, sem mest áberandi
stefnur í þjóðmálum eru facismi og kommúnismi. Þess-
ar stefnur eiga mannfyrirlitninguna að undirstöðu. Þær
eru teknar að dýrka heildina af því að þær fyrirlíta
manneskjuna. Og sennilega mun það á sínum tíma leið-
ast í ljós, að eini grundvöllurinn, sem er nægilega breið-
ur fyrir lýðræðislega þjóðháttu, er sá, er skapast fyrir
nýja trú á gildi mannssálarinnar. Þá trú gefur ódauð-
leikavissan öllum öðrum hlutum fremur. En eins og nú
horfir, á ódauðleikahugmyndin mjög í vök að verjast,
og það er bersýnilegt, að ekkert getur bjargað henni,
nema rent verði undir hana hinum sterkustu stoðum vís-
indalegra sannana. Því máli er þetta félag helgað og
fyrir þá sök óska eg því heilla og farsældar í starfi sínu.