Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 81
M0R6UNN
75
mér ekki verið unt að kjósa. Svo eðlileg og sjálfstæð
Var rödd hans, blæbrigði, áherzlur allar, að hver og einn
sem þekti hann, hefði hlotið að þekkja hann af því einu.
„Hann Guðni bróðir minn er hérna með mér“, mælti
hann eitt sinn, ,,þú manst eftir honum, þú kendir honum
víst einu sinni, hann minnir sérstaklega á kverið. Eg
kem oft heim til mín“, hélt hann áfram. „Eg hefi alveg
nýverið verið heima hjá mér; eg var að reyna til að taka
eftir einu og öðru, til að sanna ykkur það, að eg hafi
verið heima hjá mér. Það var til lítil mynd af mér,
augnabliksmynd, að vísu ekki góð, en eina myndin sem
til var, en mér þótti svo vænt um, að búið var að stækka
hana. Eg tók vel eftir stækkuðu' myndinni, hún hangir
á veggnum heima í stofunni, sem snýr á móti gluggun-
um, en litla myndin stendur á kommóðunni".
Öllum ætti að vera það auðsætt, að hvorki eg né
aðrir viðstaddir gátu vitað um það, hvernig hlutir standa
eða hvar myndir hanga í herbergi austur á Eskifirði,
en ef þetta reyndist rétt, þá var það þó að mínu áliti
nokkuð veigamikil sönnun fyrir sjálfstæðri vitundar-
starfsemi hans eftir líkamsdauðann og því, að hann
hefði verið nálægur á gamla heimilinu sínu. Eg skrifaði
nióður hans með fyrstu ferð og bað hana um nánari upp-
lýsingar. Hún skrifaði mér þegar aftur og kvað þetta
hárrétt. Stækkaða myndin var fyrst búin til eftir lát
hans. Ekki gat miðlinum verið unt að sækja slíka vitn-
eskju semþessa í hugi viðstaddra fundarmanna, þó ekki
væri af öðru en því, að hún gat ekki verið þar til, eins
°g eg hefi þegar tekið fram. Og verður það nokkuru sinni
skýrt með einhverri undirvitundarstarfsemi, að þeim, er
að sambandinu koma, tekst einatt svo vel, er þeir tala
sjálfir af vörum miðlanna, að kunnugir gjörþekkja rödd-
ina, orðalag og áherslur, en það hefir oftar komið fyrir
gegnum miðilshæfileika ungfrúarinnar, að eg hefi gjör-
þekt persónuleik látins vinar, er hafði náð stjórn á tal-
færum miðilsins, og talað beint við mig.