Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 14
8
MORGUNN
leiki óendanlega mikilfenglegri, heldur en alt, sem birt-
ist í lífi hans. Og þótt vér göngum að því vísu, að áhrif-
anna af lífi hans — fáum árum lífs hans — eigi að gæta
enn þá um árþúsundir í mannlegu félagi, hvað er þá
orðið af þessu skapandi afli persónuleika hans, sem gat
látið svona um sig muna á fáum árum? Þeir, sem á þess-
um brautum hugsa, spyrja, hvort tilveran skapi annað
eins andlegt atgjörfi og dásamlega göfgi, sem hefir get-
að haldið sextíu kynslóðum hugföngnum, og varpi því
síðan fyrir borð. Er tilveran að blása sápukúlur? spyrja
þeir. Blés hún úr efninu aðra eins göfgi og manndóm til
þess að sjá það glitra í Ijósinu og bresta síðan? Sé svo,
þá virðist þeim sjálft mannkynið líkast sápukúlu, líkt og
börn hafa sér til gamans, hver kynslóðin ný bóla, og
allar frábrugðnar að lit og stærð, en þó allar háðar því
að bresta og verða aftur að froðu þeirri, er þær eru skap-
aðar úr. Orðin skynsemi og tilgangur, ætlun og markmið
eiga þá ekkert skylt við þá veröld, sem vér erum sett í.
Það er Ijóst, að menn finna ekki að jafnaði til þess,
að svona mikið sé í húfi, þótt þeir sleppi ódauðleika-
trúnni, að það svipti tilveruna í hugum vorum því viti og
tilgangi, sem er flestum mönnum lífsspursmál að trúa
á, ef þeir eiga að geta haldið lífsskoðun sinni heilbrigðri.
Sennilega stafar þetta að einhverju leyti af því, að enn
er vantrúin á ódauðleikann svo ung, svo ný, að menn eru
ekki búnir að gera sér grein fyrir, hvað í henni felst. En
þeir, sem mest verðmæti finna í ódauðleikatrúnni, benda
á, að ef vér gefum hugsuninni vængi og lyftum henni
þangað, sem öll umhugsun um sjálf oss er úr sögunni,
allar vorar eigin óskir og tilhneigingar eru horfnar, en
aðeins horft út yfir forlög þess lífs, sem á jörðunni lifir
og hefir lifað, þá virðist þeim dapurleg sjón við sér blasa,
þegar horft sé í Ijósi trúarinnar á hinn afdráttarlausa
dauða mannssálarinnar. Vér sjáum, að jörðin hefir
smám saman komið fram úr óskapnaðinum, út úr form-
lausri stjörnuþoku, hefir tekið á sig lögun og þétzt; líf