Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 14
8 MORGUNN leiki óendanlega mikilfenglegri, heldur en alt, sem birt- ist í lífi hans. Og þótt vér göngum að því vísu, að áhrif- anna af lífi hans — fáum árum lífs hans — eigi að gæta enn þá um árþúsundir í mannlegu félagi, hvað er þá orðið af þessu skapandi afli persónuleika hans, sem gat látið svona um sig muna á fáum árum? Þeir, sem á þess- um brautum hugsa, spyrja, hvort tilveran skapi annað eins andlegt atgjörfi og dásamlega göfgi, sem hefir get- að haldið sextíu kynslóðum hugföngnum, og varpi því síðan fyrir borð. Er tilveran að blása sápukúlur? spyrja þeir. Blés hún úr efninu aðra eins göfgi og manndóm til þess að sjá það glitra í Ijósinu og bresta síðan? Sé svo, þá virðist þeim sjálft mannkynið líkast sápukúlu, líkt og börn hafa sér til gamans, hver kynslóðin ný bóla, og allar frábrugðnar að lit og stærð, en þó allar háðar því að bresta og verða aftur að froðu þeirri, er þær eru skap- aðar úr. Orðin skynsemi og tilgangur, ætlun og markmið eiga þá ekkert skylt við þá veröld, sem vér erum sett í. Það er Ijóst, að menn finna ekki að jafnaði til þess, að svona mikið sé í húfi, þótt þeir sleppi ódauðleika- trúnni, að það svipti tilveruna í hugum vorum því viti og tilgangi, sem er flestum mönnum lífsspursmál að trúa á, ef þeir eiga að geta haldið lífsskoðun sinni heilbrigðri. Sennilega stafar þetta að einhverju leyti af því, að enn er vantrúin á ódauðleikann svo ung, svo ný, að menn eru ekki búnir að gera sér grein fyrir, hvað í henni felst. En þeir, sem mest verðmæti finna í ódauðleikatrúnni, benda á, að ef vér gefum hugsuninni vængi og lyftum henni þangað, sem öll umhugsun um sjálf oss er úr sögunni, allar vorar eigin óskir og tilhneigingar eru horfnar, en aðeins horft út yfir forlög þess lífs, sem á jörðunni lifir og hefir lifað, þá virðist þeim dapurleg sjón við sér blasa, þegar horft sé í Ijósi trúarinnar á hinn afdráttarlausa dauða mannssálarinnar. Vér sjáum, að jörðin hefir smám saman komið fram úr óskapnaðinum, út úr form- lausri stjörnuþoku, hefir tekið á sig lögun og þétzt; líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.