Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 64
58
MORGUNN
Haustið 1930 flutti eg alfarið af Austurlandi til
Reykjavíkur. Eg var þá svo heppinn að eiga kost á því
að vera ýmist öðru hverju eða þá að staðaldri gestur á
sambandsfundum hér í bæ, veturinn 1930—’31. Eg kom
aldrei svo á fundi, að eg vonaðist ekki nokkuð ákveðið
eftir því, að þessi piltur gerði vart við sig, en af því varð
samt ekki. Það var fyrst veturinn 1931—’32, sem hann
virtist gera nokkuð ákveðna tilraun til þess að sanna
framhaldslíf sitt, og að því viðfangsefni gekk hann með
sama áhuganum og einlægninni, er einkendi viðhorf hans
til allra þeirra viðfangsefna, er hann helgaði krafta sína.
Svo var það eitt sinn, fyrri hluta vetrar 1932, að
eg var gestur á sambandsfundi hjá frú Guðrúnu Guð-
mundsdóttur. Jakob, sá er talar af vörum frúarinnar, er
hún er í sambandsástandi, ávarpaði mig, og kvaðst sjá
mann, er stæði hægra megin við mig. Sagði hann gest
þenna vera fullkomlega meðalmann á hæð, hann svar-
aði sér vel, og hann væri unglegur í útliti. „Hann er í
gráum fötum“, hélt Jakob áfram. ,,Hann hefir nokkuð
mikið hár, sem virðist einhvern veginn skolleitt að sjá,
það er einhvern veginn millilitur á því. Augun eru grá-
blá að því er eg fæ bezt séð, en það skín fjör og áhugi
úr þeim. Hann hefir getað verið glettinn og gamansam-
ur í sínum hóp, þessi piltur, og þá hafa stundum komið
einkennilegir drættir í kringum augun á honum. Hann
hefir haft það til að vera smá ertinn, en æfinlega var
bak við það græskulaus glettni og gamansemi, því það
var fjarri honum, að vilja særa eða móðga aðra. Þið
hljótið að hafa verið vel kunnugir, hann er svo innilegur
og alúðlegur við þig. Nú færir hann sig alt í einu úr
treyjunni, hann brettir upp skyrtuermunum. Nú skil eg
hvað hann meinar með þessu. Hann er með þessu að sýna
mér, hvernig hann hafi þvegið sér. Hann dýfir andlitinu
niður í vatnið í þvottaskálinni og þvær sér með hönd-
unum. Hann er nú farinn að raka sig, mér sýnist hann
nota rakvél. Hann er að bera sápuna framan í sig,