Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 24
18
M OR GUNN
við „spíritismanum“ og framgangi hans. En svo ein-
kennilega og undarlega ber nú til, að einmitt um sömu
mundir, sem þessi umsögn og dómur er gefinn út um
kirkjuna gagnvart spíritismanum, þá er hér líka risin
upp önnur svokölluð ný stefna og starfsemi, algerlega
gagnstæð spíritismanum, sem kölluð er „kommúnismi“,.
og stefnir bæði beint og óbeint að því, að afkristna lönd
og lýði, og þar með einnig eyðileggja trú og starfsemi
spíritismans, — og þessi stefna viðhefur nú samtímis
næstum alveg sömu orðin um kirkjuna og kallar hana
þessu sama nafni: „Illvígasta og erfiðasta Þrándinn í.
sinni götu“.
Hvernig getur nú staðið á þessu?
Allir, eða víst flestir, kannast nú væntanlega við
spíritismann, og vita að hann er andastefna og starfsemi
til rannsókna og fræðslu um tilveru annars heims en
þessa jarðneska, og annars eða áframhaldanda lífs eftir
þetta líkamlega líf, og um eðli, ásigkomulag og hætti
þessa annars heims og lífs, sem tekur við oss hverjum
einum, þegar þessu jarðlífi lýkur.
Um kommúnismann nú á dögum vita ýmsir eitthvað,.
en alt of fáir hið sanna. Hann er stefna og starfsemi,.
sem gengur út á það, að álíta og gera alla jafna að öllu
og öllum alt jafnt og sameiginlegt, hvað sem náttúru-
fari og hæfileikum hvers eins líður. En til þess að slíkt
sé hugsanlegt og framkvæmanlegt, þarf að breyta og
bylta öllu um, öllu öðru skipulagi og framferði mann-
legs lífs og félags, og svipta hvern mann og mannlegan
félagsskap öllu eða flestu frelsi og sjálfstæði, til hugs-
ana, orða og athafna, og þar með þá líka frjálsri sjálfs-
stjórn og samvizku eða sjálfsábyrgðartilfinningu. — Já,
breyta og umturna meðsköpuðu einstaklings eðli hvers
manns að mörgu og miklu leyti. Og þetta má gera með
illu, ef ekki gengur með góðu; með „báli og brandi“;
með hvers kyns kúgun, kvalræði og skelfingum, ef for-
tölur duga ekki.Því að „tilgangurinn helgar þá meðalið".
J