Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 79
M ORtíUNN
73
Það gerðu þeir vel í að athuga, sem af trúarlegum ástæð-
um þykjast finna hvöt hjá sér til að sýna niðurstöðu-
ályktunum sálarrannsóknanna andúð og lítilsvirðingu;
það gerðu þeir vel í að athuga í fullri alvöru, sem leynt
eða Ijóst vinna að eyðingu og tortímingu guðstrúarinnar.
Það sem eftir var af starfstíma okkar þenna vetur
gerðist ekki neittfrekar, er sérstaklega snerti þenna látna
góðvin minn. Það er þá fyrst, er vér byrjuðum aftur á
fundum með henni veturinn 1931—’32, að hann leggur
verulegt kapp á það, að koma með sannanir fyrir fram-
haldslífi sínu, og þær tilraunir uppfyltu áreiðanlega
innilegustu og dýpstu þrár hans og helgustu vonir ást-
vina hans.
Á fyrsta fundinum, er Finna var búin að ná tökum á
miðlinum, segir hún alt í einu, er hún hafði heilsað
okkur: ,,Hann Jón er kominn til hans Einars Loftssonar.
Hann segist nú samt helst vilja láta kalla sig Nonna,
hann hafi verið vanastur því og kunni bezt við það. Eg
næ ekki föðurnafninu almennilega. Jónsson er hann ekki,
en Jón er samt í því, en það eru fleiri stafir í því, tveir
eða svo, en eg næ ekki seinustu stöfunum, svo eg þori
að fara með það. Hann vill fara með mig í ferðalag þessi
Nonni þinn. Við förum eitthvað langt í burtu, beina
ieið yfir fjöll og firnindi. Við erum komin að litlum
firði, sem eg held, að gangi inn úr stærra firði. Öðru-
megin fjai’ðarins sé eg einstakt hátt fjall, en hinumegin
aflíðandi hlíð eða hjalla, og dálítið þorp niður við sjó-
inn. Húsin eru flest smá, bygð úr timbri, og standa
fremur óreglulega og dreift um brekkuna; þorpið er
nokkuð langt. Hann fer með mig upp að litlu, snotru
húsi. Eg held, að hann hafi átt heima í þessu húsi. Eg
sé brekku fyrir ofan það, en mér þykir þetta skrítið“,
hélt Finna áfram; ,,hann er altaf að segja ,,brekka“,
>>brekka“. Já, eg er búin að geta um brekkuna, en hann
er ekki ánægður með það, sem eg er búin að segja. Eg
nss því ekki skýrt, sem hann er að segja, en hann vill