Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 46
40
MORGUNN
ur af henni. Enda er því einmitt haldið fram um tvífar-
ana. Samt er þess gætandi, að maðurinn, sem tilraunina
gerði, misti meðvitundina um sig, þar sem líkami hans
var staddur, en fylgdist með ferðalaginu. Það gera menn
ekki að jafnaði, þegar tvífarar þeirra sjást. Eg tek sög-
una eftir enska blaðinu Light, og segi söguna, eins og
blaðið segir hana.
ftalskur prófessor í Venedig, Luigi Bellotti að nafní,
segir frá því, að hann hafi með fullri meðvitund sent tví-
fara sinn burt langa leið, og þar hafi tekist að ljósmynda
hann. —
Efttir frásögn prófessorsins, var það snemma í síð-
ast liðnum september, að leiðsagnarandi prófessorsins
sagði honum, að undir næstu mánaðamót mundi takast
að líkama tvífara hans í tilteknu sálarrannsóknafélagi
í Nizza. Sem sönnun fyrir, að þetta væri hann, átti hann
að láta koma fram í loftinu nafn sitt með lýsandi stöf-
um. Tvær ljósmyndavélar áttu að vera í stofunni og
einhver fundarmaður átti að koma með aðra þeirra.
Ástæðan til þess, að þetta átti að gerast 1 Nizza, var
sögð vera sú, að þar yrði viðstödd kona, sem heitir frú
Gal, og er frægur líkamningamiðill.
Prófessorinn segist hafa látið frú Gal vita það eitt,
að einhvern tíma í mánuðinum ætlaði hann að gera
merkilega tilraun, og að ljósmyndavél skyldi vera á
fundum hennar um kl. 11 að kvöldi; þá ætlaði hann að
gera tilraunina. Nógu margir vottar skyldu vera við-
staddir. Annað tók hann ekki fram.
Um miðjan september fékk hann bréf frá frú Gal.
Hún sagði honum, að að kvöldi hins tólfta mánaðarins.
hefðu allir viðstaddir séð nálægt henni lýsandi mynd
sporöskjulagaða, og hún hefði fljótt horfið. Næsta kvöld
kom hún aftur og mönnum virtist hún gera tilraun til
að skrifa eitthvað í loftinu með útréttri hendi.
Þá kemur frásögn prófessorsins um það, hvað hann
hafi munað eftir tilraunina;-