Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 12
6
MORGUNN
grimm, fyrst hún hafi svipt barnið lífi, og guð vera
grimmur og harður, sé hann nokkur til. Þetta má virð-
ast barnalegt og óþroskað, að láta það breyta allri lífs-
skoðun sinni í einni svipan, að sorgin sækir manninn
heim, þegar hann sér alstaðar umhverfis sig samskonar
hluti koma fram við aðra menn, og þ a ð hefir ekki
haft nein áhrif á hann. En hvort sem það er óþroskað
eða ekki, þá er ekki ástæðulaust að ætla, að mannkynið
sjálft muni fyllast af þeirri svartsýnismeðvitund, að til-
veran sé óréttlát, ef sú sannfæring festir verulegar ræt-
ur, að framhald lífsins sé ekki til. Og um fram alt, til-
finningin fyrir heimsku og hégóma tilverunnar verður
sennilega ein aðalundirstaða lífsskoðunar manna. Ef
persónuleiki mannsins þurkast út við dauðann, þá er
tilveran að fleygja því frá sér, sem v é r getum að minsta
kosti séð að hún eigi dýrmætast til. Því að hvern mæli-
kvarða, sem vér reynum að leggja á það, hvert gildi hlut-
irnir hafi, þá er vart hugsanlegt, að nokkur komist fram
hjá því að viðurkenna, að sálarlíf mannsins sé það æðsta,
sem oss sé gefinn kostur á að kynnast. Iiæfileikinn til
þess að hugsa, til þess að göfga lundarfar sitt, til þess
að elska og skapa, er kórónan á lífinu. Og þeir, sem um
þetta eru sannfærðastir, benda enn fremur á, hvílíkt ó-
hemjulegt erfiði og tímalengd og kvöl það hafi krafist
að byggja upp persónuleika mannsins. Þeir leggja á-
herzlu á, að siðferðileiki mannsins sé fæddur með fæð-
ingarhríðum, sem staðið hafi aldir og árþúsundir. Þeim
virðist ekki skynsemi í því, að neyta óendanlegrar
áreynslu til þess að smíða tæki, sem snild andans fái birst
í, og brjóta það síðan í mola. En þeim virðist sem það sé
nákvæmlega þetta, sem tilveran geri, ef framhaldslíf sé
ekkert. Lengri tíma, segja þeir, en hugur vor fær grip-
ið, hefir það tekið að skapa þau öfl, sem liggja til grund-
vallar persónuleika afburðamanna, og þegar loksins svo
langt er komið, að hinn andlegi maður brýst fram, þá