Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 60
54
M 0 11 G U N N
Eg hentist á augnabliki fram úr rúminu, æddi í
gegnum báðar stofurnar og inn í gestasvefnherbergið,
þar sem skrifborð mitt var, reif út skúffuna og tók fram
silfuröskjurnar og opnaði, en öskjurnar voru tómar. Svo
þaut eg upp á loft, reif Ketil son minn upp úr fasta-
svefni, um leið og eg sagði af bræðititrandi rödd:
„Hvar er hringurinn, Ketill?“
Drengurinn horfði á mig svefndrukknum undrunar-
augum þar til hann sagði:
„Eg lét hringinn í öskjurnar".
„Það er ekki satt; hringurinn ertapaður", sagði eg,
og æddi ofan aftur.
Eg þarf ekki neitt að orðlengja það, að allir, ungir
og gamlir í húsinu, tóku þátt í leitinni um nóttina, í
öllum hirzlum og á öllum gólfum, en öll sú mikla leit
var árangurslaus — hringurinn var tapaður eftir að hafa
verið mörg hundruð ár í Kotvogsættinni.
Við nánari athugun mundi Ketill sonur minn það,
að hann hafði vafið hringinn inn í bréfsnepil, og látið
hann svo í silfuröskjuna eða þá í mahognistokkinn sjálf-
an. En þegar eg heyrði það, þá sá eg strax hvernig í
öllu lá. Það var eg sjálfur, sem hafði týnt eða fleygt
hringnum úr mahogni-stokknum. Eg mundi þá eftir, að
fyrra part janúar hafði eg verið að taka til í skrifborð-
inu, og þá fleygt miklu af bréfarusli á gólfið, og auðvitað
bréfsneplinum sem hringurinn var í, líka, því eg átti
þess ekki von, að hann væri vafinn inn í bréfsnepil. Hin-
,ir fyrri eigendur hringsins höfðu því rétt fyrir sér, er
þeir ákærðu mig fyrir, að hringurinn væri tapaður, með
því að segja: „Hefir þú!“
Þannig leið allur veturinn; eg var ekki mönnum
sinnandi út af tapi hringsins, því bæði var það, að eg
hafði hina mestu ótrú á að hringurinn var tapaður, og
svo þótti mér svo mikil skömm að því, að strax er hann
komst í eigu okkar feðga, skyldi hann tapast, eftir að
hafa verið mörg hundruð ár ættarfylgja.