Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 26
20
M 0 R G U N N
lega fékk fyrir líf og dauða og um fram alt fyrir upp-
risu Drottins Krists, og jafnframt þá trú og innri og ytri
reynslu, sem hún hefir, eins og af sjálfu sér, öðlast alla
tíð síðan, í fullu samræmi við kenning og dæmi Drottins
síns, Jesú, sem líka hefir sagt: „Sælir eru þeir, sem ekki
sjá, en trúa þó“, og auk þess sterklega hvatt alla til mik-
illar gætni og varúðar gagnvart óþektu og huldu.
En spíritisminn á sinn uppruna og vöxt og viðgang
að rekja til þess, að alt af hafa verið, eru og verða til
margir menn, einkum mikið hugsandi menn um tilveruna
og ráðgátur hennar, sem voru og eru líkir Tómasi post-
ula í því, að geta ekki látið sér nægja sjón og heyrn og
áþreifanlega reynslu eða vitnisburð annara manna, jafn-
vel hve fegnir sem þeir þó vildu það, heldur vilja og
þurfa þeir að fá sömu reynsluna sjálfir, sjálfir að sjá og
þreifa hið sama eða líkt, til þess að geta trúað. Og af
því að þetta hefir yerið innilegt hjartans áhugamál, já,
sannarlegt þurftarmál svo margra góðra sálna, þá hefir
þeim líka mörgum veizt svo margt og mikið 1 þessum
efnum, við alvarlegar, guðrækilegar tilraunir, að þeir
hafa ekki þurft frekari vitna við, og orðið trúaðir engu
miður en hinir. En sumir þá líka, ef til vill, of trúaðir
á sumt, þar eð eðlilegt er, að erfitt sé oft að fá öðrum
heimi réttilega lýst og lífinu þar á þessa heims máli, og
líka mögulegt, og enda víst, að mörg getur einnig verið
tvíræð ogvandasöm túlkunin, útleggingin á mörgu skeyti
andaheims til líkamsheims. Og mörg hefir og vissulega
verið blekkingin og jafnvel nær ótrúleg samvizkulaus
sviksemin á þessu sviði sem öðrum.
En hvað um það, báðum þessum stofnunum, kirkj-
unni og kristilegum spíritisma, eins og hann yfirleitt er
hér á landi, eru sömu andlegu og eilífu málefnin heilög
og hjartfólgin, og báðar bera þær lotningu fyrir tign og
dýrð himinsins og dásemdum alsköpunar- og endur-
lausnarverksins af hendi skaparans og frelsarans, sem
þær sameiginlega fá skynjað. Hví er þá önnur þessara