Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Page 26

Morgunn - 01.06.1934, Page 26
20 M 0 R G U N N lega fékk fyrir líf og dauða og um fram alt fyrir upp- risu Drottins Krists, og jafnframt þá trú og innri og ytri reynslu, sem hún hefir, eins og af sjálfu sér, öðlast alla tíð síðan, í fullu samræmi við kenning og dæmi Drottins síns, Jesú, sem líka hefir sagt: „Sælir eru þeir, sem ekki sjá, en trúa þó“, og auk þess sterklega hvatt alla til mik- illar gætni og varúðar gagnvart óþektu og huldu. En spíritisminn á sinn uppruna og vöxt og viðgang að rekja til þess, að alt af hafa verið, eru og verða til margir menn, einkum mikið hugsandi menn um tilveruna og ráðgátur hennar, sem voru og eru líkir Tómasi post- ula í því, að geta ekki látið sér nægja sjón og heyrn og áþreifanlega reynslu eða vitnisburð annara manna, jafn- vel hve fegnir sem þeir þó vildu það, heldur vilja og þurfa þeir að fá sömu reynsluna sjálfir, sjálfir að sjá og þreifa hið sama eða líkt, til þess að geta trúað. Og af því að þetta hefir yerið innilegt hjartans áhugamál, já, sannarlegt þurftarmál svo margra góðra sálna, þá hefir þeim líka mörgum veizt svo margt og mikið 1 þessum efnum, við alvarlegar, guðrækilegar tilraunir, að þeir hafa ekki þurft frekari vitna við, og orðið trúaðir engu miður en hinir. En sumir þá líka, ef til vill, of trúaðir á sumt, þar eð eðlilegt er, að erfitt sé oft að fá öðrum heimi réttilega lýst og lífinu þar á þessa heims máli, og líka mögulegt, og enda víst, að mörg getur einnig verið tvíræð ogvandasöm túlkunin, útleggingin á mörgu skeyti andaheims til líkamsheims. Og mörg hefir og vissulega verið blekkingin og jafnvel nær ótrúleg samvizkulaus sviksemin á þessu sviði sem öðrum. En hvað um það, báðum þessum stofnunum, kirkj- unni og kristilegum spíritisma, eins og hann yfirleitt er hér á landi, eru sömu andlegu og eilífu málefnin heilög og hjartfólgin, og báðar bera þær lotningu fyrir tign og dýrð himinsins og dásemdum alsköpunar- og endur- lausnarverksins af hendi skaparans og frelsarans, sem þær sameiginlega fá skynjað. Hví er þá önnur þessara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.