Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 34
28
MORGUNN
sem miklir sálrænir hæfileikar hafa komið fram hjá,
hafi eitthvað komið fyrir, sem bendir á þetta ástand.
Síra Haraldur gerði grein fyrir því í erindi sínu, sem eg
hefi nú nefnt, hvernig þetta kom fram hjá Indriða Ind-
riðasyni. Hjá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur skilst mér,
að það sé mest áberandi í sambandi við lækningar. Ýms-
ir eru þeir, sem hyggja, að sálfarir gerist á hverri nóttu
hjá hverjum manni, svefninn sé aðallega í því fólginn,
að sálin yfirgefi líkamann. Um það skal eg ekkert segja.
Það er alveg ósannað mál — en ekki afsannað heldur.
Mig langar nú til að nota stundina til þess að segja
yður örfáar sálfararsögur. Allar eru þær eftir hinum
beztu heimildum. Fyrsta sagan — um lækninn, sem
menn héldu um stund að væri látinn — er tekin úr hinni
miklu bók Frederics Myers um Persónuleik mannsins
og framhaldslífið. Mönnum kann að finnast hún nokk-
uð draumkend og táknræn. En auðvitað bendir hún á
það, að maðurinn hafi farið úr líkamanum. Myers tel-
ur hana merkilega, og óskar að fá meira af slíkum sög-
um. Enda er það að sjálfsögðu hugðarefni flestum mönn-
um, ef unt væri að fá áreiðanlega vitneskju um það, sem
fyrir menn ber á andlátsstundinni. Söguna segir læknir-
inn sjálfur, sá er fyrir þessu varð, Dr. Wiltse frá Kansas
í Bandaríkjunum.
Hann lýsir því fyrst, hvernig heilsu hans fór smám-
saman hnignandi sumarið 1889 sakir óvenjulegs sjúk-
dóms —taugaveiki samfara of lágum blóðhita og veikri
slagæð — og heldur áfram á þessa leið:
Eg spurði, hvort eg væri ekki fyllilega með réttu
ráði, svo að mark væri takandi á orðum mínum. Er því
var svarað játandi, kvaddi eg fjölskydu mína og vini,
ráðlagði sérhverjum og huggaði á þann hátt, sem mér
fanst bezt við eiga, ræddi um líkur og ólíkur fyrir ódauð-
leikanum, en að lokum spertust augnasteinarnir upp,
sjónin þvarr, röddin misti þrótt sinn, drungi færðist yfir
mig, en eg rétti úr fótleggjum mínum með mikilli