Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 114
108
MORGUNN
Mig langar til þess að segja dálítið frá þessari þók,
því að mér virðist aðalhugsun hennar vera að ýmsu l'cyti
nákomin einni hugsun og tilhneigingu, sem mjög mikið
hefir borið á í ýmsum trúarbrögðum á margvíslegum
tímum og í mjög mismunandi umhverfi. Fyrir þá sök má
telja ómaksins vert, að rekja inntak bókarinnar; ekki
sjálfan söguþráðinn, heldur kjarna þeirrar hugsunar,
sem er möndull bókarinnar.
Læknirinn, sem er ein aðalpersóna sögunnar, hefir
náð stórkostlegri frægð sem skurðlæknir í heilasjúkdóm-
um. Og þykir þó kunningjum hns, sem fylgst hafa með
námsárum hans og fyrstu starfsárum, mjög furðulegt, að
hann skyldi búa yfir þeim gáfum, þeirri staðfestu og ó-
þreytandi elju, sem hann hefir orðið að beita til þess að ná
hinni miklu fullkomnun í fræðigrein sinni. Því að fram-
an af hefir líf hans verið mjög í brotum — hann er fullur
af vonleysi og aflleysi og úrkula vonar um, að hann
muni nokkuru sinni ná því valdi á starfi sínu, að hans
muni að nokkuru getið. En alt 1 einu verður skyndileg
breyting á honum. Með ótrúlegum hraða fær hann fult
vald á starfi sínu, siglir fram úr starfsbræðrum sínum
og gjörir sjúkrahúsið, sem hann starfar við, að frægri
stofnun. En smám saman er lyft upp tjaldinu frá fortíð
hans og lesandanum er gjört ljóst, af hverju breytingin
hafi stafað. Og þó ekki fyr en eftir lát hans sjálfs. Ung-
ur auðmaður, sem óbeinlínis hefir orðið orsök í dauða
hins fræga manns, verður gripinn af þeirri rómantísku
hugsun, að sér beri að bæta fyrir þennan mannskaða
með því að gjörast sjálfur læknir og feta í fótspor snill-
ingsins. Hann tekur upp nám sitt, en á miðjum náms-
ferlinum rekst hann á dagbók hins látna manns, þar
sem skýrt er frá orsökum breytingarinnar, sem orðið
hafi á lífi hans og beint því í ákveðna átt. Hann hefir
farið með þetta sem leyndardóm, því að orsökin er þess
eðlis, að menn mundu naumast hafa talið hann með fullu
ráði, ef kunnugt hefði verið hváð straumhvörfunum
/