Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 53
MORGUNN
47'
Tveir merkilegir draumar.
5krásettir af Úlafi Ketilssyni, Óslanöi.
MiskunnarverkiS borgað.
Það mun hafa verið sem næst árið 1890, sem enskir
botnvörpuveiðarar fóru fyrst að koma hingað upp að
ströndum íslands til fiskiveiða með botnvörpum sínum.
En þá, fyrstu árin, var svo mikil mergð af kola (rauð-
spettu) og lúðu hér í kringum strendur landsins, að
Englendingar hirtu aðeins kolann og lúðuna, og lítið
eitt af miðlungsstórri ýsu; öllu öðru, svo sem þorski,
löngu og stór-ýsu m. m. var fleygt í sjóinn aftur. Blöskr-
aði mörgum íslenzkum sjómanni að sjá öll þau ógrynni
sem Englendingar rótuðu í sjóinn aftur af dauðum þorsk-
inum og löngunni! Og varð það til þess, að sumir af ís-
lenzku formönnunum hér í sunnanverðri Gullbringu-
sýslu, fóru að sækja fisk í ensku togarana. Gengu þau
viðskipti vanalega mjög greiðlega. Fyrir fullfermi á
áttæring eða teinæring, voru látnar, sem greiðsla, 2—3
flöskur af Whisky, og þá stundum með 1—2 gæruskinn!
En ekki var það fyr en árið 1895, sem eg fór fyrst að
flytja fisk í land úr enskum botnvörpungum; aðallega var
það einn enskur skipstjóri, sem eg sótti mest af fiskinum
til, ár eftir ár, eða alt fram að aldamótum. Skipstjóri
þessi hét William Kennedy, ágætisdrengur, tryggur og
vinfastur. En aldrei voru þessir ensku veiðimenn leng-
ur hér að veiðum í Hafnasjónum en til aprílmánaðar
loka. Þá var orðið fisklaust hér, og fluttu þeir sig þá
vanalega inn í Faxabugt, og fengu þá Akurnesingar mest
af öllum þeim fiski, sem þeir hirtu ekki sjálfir.
Um vorið 1889, löngu eftir að allir enskir botnvörp-
ungar voru farnir héðan inn í Faxabugt, var það einn