Morgunn - 01.06.1934, Blaðsíða 96
«0
MOE6UNN
sem hr. Dorr, sem starfaði með frú Piper, kom fyrst með
í Vesturheimi, og síðan eg, sem starfaði með miðilinn
frú Willett, kom með í Englandi. F. W. H. Myers kom
með viðeigandi fornar tilvitnanir í bæði skiptin, var sú
fyrri frá Ovid, hin síðari frá Virgli, og skildi hvorugur
viðtakandinn svöi-in þá. Auk þess tókst honum með sér-
stakri áreynslu að láta frú Willett, í síðara skiptið, sem
spurningin var borin fram, rita orðið ,,Dorr“, sem var
með öllu meiningarlaust í hennar augum. Með öðrum
orðum, hann minti á manninn, sem hafði lagt fyrir hann
sömu spurninguna í Ameríku. Þetta svar komst í gegn
fyrir sérstaka atorku í fjarveru minni, og var mér sent
það með pósti. Þessi atburður var mjög sannfærandi og
er skýrt frá þessu í Proceedings Sálarrannsókn-
arfélagsins (Vol. xxv, bls. 116—175, einkum 124—130).
Til þess að benda á hin fræðimannlegu skeyti, sem
einkum einkendu prófessor Verrall, vildi eg geta um
Philoxenus-skeytin. Philoxenus var ómerkur rithöfund-
ur, sem menn vita lítið um, en í nafni hans fólst fullkom-
in lausn á gátu, sem hinn framliðni prófessor Verrall
ætlaði fræðimönnum að ráða. Balfour lávarður hefir
rannsakað þetta mál og gert grein fyrir því í ritlingi, sem
hann nefnir „Eyrað á Dionysiusi“.
Vitnisburður frú Sidgewick.
Þetta eru aðeins tvö dæmi af miklum fjölda, sem
þeir menn hafa gengið fram hjá, er komist hafa að
neikvæðri niðurstöðu. Hins vegar hefir þetta haft mikil
áhrif á þá, sem þetta hafa einkum rannsakað, sérstak-
lega þá forystumenn Sálarrannsóknarfélagsins, sem
heima eiga í Fishers Hall, og það hefir leitt til hins eftir-
tektarverða vitnisburðar frú Sidgewick, sem bróðir
hennar, Balfour lávarður, bar fam í Sálarrannsóknar-
félaginu fyrir tveimur árum. Hún er venjulega talin
með afburðum efasöm, eins og maður hennar sál-
ugi, Henry Sidgewick, var. Og vissulega er hún frábær-