Morgunn


Morgunn - 01.06.1934, Side 44

Morgunn - 01.06.1934, Side 44
38 M 0 R G U N N ekki hvers vegna, nema ef vera skyldi fyrir það, að þar sýndist svo dimt, en eg kraup við bæði lágu miðhliðin og leit inn. Loftið virtist grænleitt og var hressandi og fagurt. Hinumegin við klettana beygðist vegurinn, dal- urinn og fjallgarðurinn til vinstri og byrgði þannig út- sýnina fram undan. Eg fór að hugsa um, að ef eg væri þangað kominn, mundi eg bráðlega sjá engla eða ára eða hvorttveggja, og um leið og mér datt þetta í hug, sá eg myndir hvorratveggja, eins og eg hafði oft dregið þær upp í huga mínum. Eg leit nákvæmar á þetta og uppgötvaði, að þetta var ekki veruleiki, heldur einungis skuggaleg form minna eigin hugsana, og eg sannfærð- ist um, að allar hugsanir gætu á þann hátt tekið á sig form. Þetta er dásamleg veröld, sagði eg við sjálfan mig, þar sem hugsunin er svo magnmikil, að hún getur tekið á sigsýnilega mynd. Eg verð áreiðanlega hamingjusam- ur í slíku ríki hugsunarinnar. Eg lagði hlustirnar við einhverju hljóði eða söng, en heyrði ekkert. Fastir hlutir eru betri hljóðberar en loftið, hugsaði eg, og eg ætla að nota klettinn sem miðil, og eg stóð upp og lagði eyrað fyrst að öðru bjarginu og síðan að hinu, en eg heyrði ekkert. Þá fékk eg alt í einu ákafa freistingu til þess að fara yfir landamærin. En hikaði og hugsaði á þessa leið: „Eg hefi dáið einu sinni, og ef eg fer aftur, verð eg að deyja öðru sinni. Ef eg er kyr, framkvæmir ein- hver annar verk mitt, og þá verður að lokum alt eins vel og áreiðanlega gjört. Og þarf eg að deyja aftur? Eg vil það ekki, og fyrst eg er nú svo nálægt, þá ætla eg að fara yfir landamærin og vera kyr“. Um leið og eg tók þessa ákvörðun, gekk eg gætilega meðfram klettunum. Það var hætta á, að eg félli út af veginum, því að leiðin var mjó. Eg hugsaði ekki um hliðin, heldur sneri bakinu að klettinum og gekk á snið. Eg komst nákvæmlega á móts við miðjan klettinn; úthögginn hnúður á honum sýndi mér, að einmitt þar í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.