Morgunn - 01.06.1937, Side 71
MORGUNN
65
færu út úr þeim, þegar öllu var lokað. Þegar maður kem-
ur í andalíkamanum fast að því, sem okkur jarðarbúum
virðist vera samfastir veg’gir, þá sýnist honum það vera
nokkuð líkt og þoka. Og það er alveg jafnlítill farar-
tálmi fyrir andalíkamann eins og þokan er fyrir jarð-
neska líkamann. Fyrir augum andans eru veggirnir ekki
ógagnsæir. Á ferðum mínum í andalíkamanum til ým-
issa staða á jörðunni, hefir engillinn, sem með mér hefir
verið, stundum sagt mér að líta inn í hús, og eg hefi kom-
ist að raun um, að veggirnir hafa verið gagnsæir fyrir
mínum sjónum, úr hverju sem þeir hafa verið gerðir. Eg
gat séð gegnum veggina og alt sem innan þeirra var.
Eg get ekki skýrt það. Eg get aðeins sagt frá því, að
svona hefir það verið. Margt það, sem er óskiljanlegir
leyndardómar fyrir mannlegan skilning, er alveg eins
lítið leyndardómsfult fyrir hæfileika andans, þegar hann
er orðinn laus við jarðneska líkamann, eins og oss virðast
almennir hlutir og almenn reynsla hversdagslífsins. Oss
furðar ekkert á því, að vér komumst ekki gegn um múr-
vegg. Og eins er það ekkert undrunarefni fyrir mann í
andalíkamanum, að múrveggurinn veitir honum enga
fyrirstöðu.
Ðiðjiö og yður mun gefast.
Erlndi ilutt i S. R. F. Í.
Eftir Guðmund J. Einarsson i Hergilsey.
Háttvirtu tilheyrendur!
Eg vil biðja yður öll að virða á betri veg fyrir mér,
þó að yður eflaust hljóti að finnast mörgu ábótavant í því
sem eg ætla að segja. Eg mun leggja aðaláherzluna á
það, að skýra rétt frá, en hirða minna um hitt, þótt eitt-
5