Morgunn


Morgunn - 01.06.1937, Page 115

Morgunn - 01.06.1937, Page 115
MORGUNN 109 sú loftferð varaði, er mér ókunnugt, en alt í einu var sem eitthvað smylli saman innan í sjálfum mér. Helst get eg líkt því við það, er eg kippi skothylkinu út úr kúlubyss- unni minni. Og samstundis var eg með fullri meðvitund. Eg sat uppi í rúmi mínu í fjallakofanum og horfði út um gluggann á silfurtæran mánann, sem var að hverfa undir skógarþyknið á hálsbrúninni öðru megin dalsins. Eg fann til nokkurra óþæginda fyrir brjóstinu og í innyflunum, sem vöruðu góða stund. Það var einna líkast því, sem líkaminn hefði orðið fyrir allhörðu erfiði, er hjartað væri að endurbæta með hraðari blóðþrýstingi. Það varð ekki af svefni fyrir mér það sem eftir var þessarar nætur. Alt þetta furðulega æfintýri stóð mér svo ljóst í minni, að hugurinn gat ekki við annað dvalið. En samtímis fann eg til djúprar og sárrar hrygðar yfir því, að hafa þurft að hverfa aftur inn í þennan heim frá stöðvum, er mér fundust svo óendanlega miklu feg- urri og fullkomnari. Þið getið nefnt það annan heim, hreinsunareldinn, himininn eða astralsviðið. Nefnið þið það fjórðu vídd rúmsins eða hvað annað, er ykkur sýnist. Hvað sem það er og hvar, þá hefi eg verið þessa nótt eða hluta af henni, þar sem mennirnir dvelja eftir andlátið, og eru að mestu eða öllu lausir við takmarkanir og áhrif jarðlífsins. Og líkt og Lassarus var eg kvaddur til baka, til þess að ljúka æfi minni á venjulegan hátt. Síðan og til þess tíma, er eg rita þennan atburð, hef- ir ekkert líkt fyrir mig borið. Mig hefir dreymt stundum eins og áður, liðið martröð einstöku sinnum, sem eg á vanda til, en hvernig svo sem á því hefir staðið, þá losn- aði nokkra stund þessa umgetnu nótt um samband þess, sem kallað er andi og efni, og persónuleikur minn flutt- ist úr jarðheiminum og þangað yfir, sem framliðnir menn iifa eftir líkamsdauðann. Því eg veit þetta: Eg hef talað persónulega við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.