Morgunn


Morgunn - 01.06.1940, Page 27

Morgunn - 01.06.1940, Page 27
M O R G U N N 21 heimsóknum, og mér skilst að hugsandi mönnum — ekki sízt hinum efagjörnu — ætti að þykja meiri trygging í því, sem rannsakað er af frægustu vísindamönnum, en hinu, sem einstakir menn og óþekktir segja að fyrir þá hafi þorið. Þessar birtingar framliðinna er nú á tímum algengast að nefna líkamninga. E. t. v. hugsa einhverjir yðar, á- heyrendur mínir, að hér sé aðeins um að ræða ósannaðar og lítt rannsakaðar svip-myndir, í hálfdimmum herbergj- um atvinnumiðlanna, þar sem hægt er að villa trúgjörnu fólki sýn og gera því blekkingar. Ég vil nefna yður fáein dæmi þess, hversu þessi fyrir- brigði líkamninganna hafa verið rannsökuð: hinn heims- frægi lífeðlisfræðingur, próf. Richet við Sorbonneháskól- ann í París varði 30 árum sinnar dýrmætu starfsæfi til þessara rannsókna, í svo miklu rúmi lágu þær honum. Dr. Crawford, prófessor í vélfræði og verkfræði við háskól- ann í Belfast, rannsakaði þessi fyrii'brigði fimm ár sam- fleytt og BaronSchrenck-Notzing, prófessor í sálfræði við háskólann í Miinchen, varði 15 árum til þess að rannsaka fyrirbrigðin. Allar þessar rannsóknir leiddu til þess, að fyrirbrigðin sönnuðust. Þess utan voru allir miðlarnir, sem notaðir voru, fólk sem ekki gerði sér miðilsstarfið að atvinnugrein, enginn þeirra þáði eyris laun fyrir starfa sinn, og nærfellt hundrað vísindamenn, flestir læ'knar eða háskólakennarar, hafa gefið vottorð um áreiðanleik fyrirbrigðanna í Munchen. E. t. v. hefir enginn rannsakað þessi fyrirbrigði ítar- legar en Sir William Crookes, sem gerði tilraunir með miðilinn Miss Florence Cook í þrjú ár samfleytt. Frá þeim rannsóknum langar mig að skýra örlítið nánara. Þegar ungfrú Cook var fallin í trans, birtist hjá henni Vera, sem nefndi sig Katie King; hún birtist stöðugt hjá rniðlinum og var rannsökuð um þriggja ára skeið. Ljós- myndir voru teknar bæði af miðlinum og Katie King hvorri um sig, og sömuleiðis af þeim báðum saman.Stund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.