Morgunn - 01.06.1940, Blaðsíða 55
MORGUNN
49
bókarinnar, en vér erum líka persónur í hinni miklu
sögu. Sérhver af oss hefir sinn tilgang, sitt hlutverk að
inna af hendi, og því dýpra sem vér sjáum inn í orsaka-
í'ásina — því betur sem vér skiljum, ekki aðeins for-
tíðina, heldur einnig framtíðina, því hæfari verðum vér
til að fylla það rúm, sem vér berum ábyrgð á. ,,Guðs
samverkamenn erum vér“, sagði postulinn forðum. Og
guð kemur til móts við oss með því, að gefa oss vitið,
hæfileikann til að sjá orsakarásina fyrirfram, og inn->
sýnina, hæfileikann til að finna hið innra eðli hlutanna,
og með því að gefa oss góða vini þessa heims og annars,
sem leiðbeina oss, þegar þeir sjá lengra en vér.
En jafnvel öll þessi leiðarljós geta orðið oss ónóg.
Oss fatast í að fylgja bendingum þeirra. Þess vegna eru
sannar framfarir jarðlífsins hægari en þær þyrftu að
vera. Og vér erum nú ofurseld hvers kyns böli og þján-
ingum, sem guð hjálpar oss til að sigra í framtíðinni.
En meðan vér í vorum mikla vanmætti og vanþekkingu
lifum eitt árið eftir annað, þá gerum samt vort bezta
í þeirri trú, að sá, sem er Alfa og Ómega, sé hinn sanni
guð, sem Jesús Kristur opinberaði, guð kærleikans.
Frá austri til vesturs færast áramótin yfir jörðina.
Það er flett blaði í hinni stóru bók. Með eftirvæntingu,
og ef til vill með óró og kvíða, spyrjum vér, hvað sé
Ntað á næsta blað. Sumt er ákveðið nú þegar. Sumt átt
þú að rita með þinni veiku hönd. Ef þér ægir sá vandi
og sú ábyrgð, þá mundu, að þú átt samverkamenn —
uieðbræður þína á jörðinni, — ástvini þína á himnum
— og loks höfundinn sjálfan, — hann, sem er Alfa og
Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti. upphafið og endir-
inn.
4