Morgunn - 01.06.1940, Side 80
74
M O R G U N N
ástúð þeirra, sem var mikil á meðan þeir dvöldust á
jörðunni með oss, hefir hreinsazt síðan, fengið meiri
fegurð og meiri þrótt í sambýlinu við kærleiksverur
æðri heima, vér finnum hvernig þessi þroskaða ástúð
þeirra berst til vor á öldum ljósvakans og vér fögnum
því, ef eitthvað af þeirri fegurð kærleikans gæti seitlað
inn í sálir vorar, til þess að gefa lífi voru dýpra inni-
hald og háleitari fegurð, svo að vér yrðum hæfari fyrir
hinar eilífu tjaldbúðir, þegar kallið mikla kemur að oss.
Þess hljótum vér að minnast, er vér hugleiðum fagn-
aðarboðskapinn um kærleiksþjónustuna miklu hinumeg-
in við tjaldið, að þekking vor á þeim háleita helgidómi
leggur oss einnig alvarlega skyldu á herðar: Þegar vér
heyrum hjarta þeirra bærast í himneskri ástúð, á að
vakna í hjörtum vorum, þótt ekki væri nema veikt berg-
mál þeirra himnesku óma, því að vér minnumst þess, að
verkefni spiritismans hlýtur að vera tvíþætt: annars
vegar að leita stöðugt sterkari og sterkari sannana fyrir
framhaldslífinu og hinsvegar að stuðla að því, að á
jörðunni megi sjást eitthvert endurskin þess heilaga lífs,
sem oss hefir verið opinberað, að á háu sviðunum sé
lifað.
Vér erum öll á leið þangað upp, á eftir látnu vinun-
um, sem vér minnumst í kvöld.
Jón Auðuns.
A. R. Wallace
vísindamaðurinn heimsfrægi, sagði: „Mín skoðun er sú,
að fyrirbrigði spiritismans í heild þurfi ekki frekari stað-
íestinga við. Þau eru eins rækilega sönnuð og nokkrar
aðrar vísindalegar staðreyndir“.