Morgunn - 01.06.1940, Side 126
120
MORGUNN
er að Morgunn birti hann hér í heild, og er það gert
með vinsamlegu leyfi herra biskupsins.
Á 16. bls. hirðisbréfsins, o. n. segir svo:
„Spiritismi (andahyggja) og theosofi (guðspeki)
hafa verið hlutfallslega áhrifaríkari í landi voru enn í
flestum ef ekki öllum vestrænum löndum. Þjóðin er
dulhneigð og fékk fljótt áhuga á að kynnast því hvað
hér væri á ferðinni. Spiritisminn hefir komið mörgum
til hjálpar í hinni andlegu leit. Hann hefir veitt huggun
og djörfung ótal mörgum syrgjandi og sorgmæddum
sálum. Hann hefir sannfært marga meðal vor um, að
látnir lifa, að lífið heldur áfram, og að endurfundir
eru fram undan. Hann hefir vakið marga af svefni efnis-
hyggjunnar og breytt öllu viðhorfi lífsins í augum þeirra,
gefið þeim nýja veröld.
,,Ég á spiritismanum mikið að þakka.1) Það er mikill
munur á því hvort hann birtist á æðsta og göfugasta
stigi eða í hinum ófullkomnustu og lægstu tilraunum,
sem oft hafa í för með sér blekkingar, sjálfráðar eða
ósjálfráðar. En spiritisminn á ekki að vera trúarbrögð.
Hann á að vera vísindaleg rannsókn á því, sem oss mætir
í dauðanum og eftir dauðann. Tel ég að slíkar rannsókn-
ir á sálarlífi manna eigi fyllsta rétt á sér í höndum
réttra manna, og að kirkjan eigi að fagna sérhverjum
sigri, sem unninn er, og leiðir mannkynið nær hinum ei-
iifa sannleika".
Morgunn telur fyllstu ástæðu fyrir íslenzka spiritista
ti) að fagna þessari yfirlýsingu biskupsins. Svo afdrátt-
arlaus er hún, djarfmannleg og kirkjulegum yfirhirði
sæmandi. Vér höfum aldrei ætlazt til að spiritisminn
væri gerður að trúarbrögðum, þótt vér höfum hinsvegar
haldið því fram, að á kirkjunni hvíldi sú skylda, að not-
færa sér niðurstöður hans bæði í sálgæzlustarfi prest-
anna og prédikunum þeirra. Vér höfum heldur aldrei
1) Leturbr. ritstj.