Lindin - 01.01.1932, Síða 5
JÓL.
Sú hin blessaða hátíð, sem ber nú þetta nafn hjá
þjóðum Norðurlanda, er vafalaust hin almennasta og
tilkomumesta af árlegum hátíðum um kristinn heim.
Þó mun það æði misjafnt meðal manna, í hverju við-
höfn hennar kemur fram og hve djúpt hún snertir til-
finningar þeirra. En yfirleitt má segja, að hún endur-
vekur og nærir hinar glöðu vonir guðs barna, færir
blíðleik og frið inn í mannlífið og hjálpar til að með-
taka guðsríki eins og barn.
Fljótlega eftir stofnun kristinna safnaða tóku þeir
að helga einstaka daga öðrum fremur minningu um
viðburði úr lífi Jesú hér á jörðu. Var það þá fyrst
vikulega sunnudagurinn, dagur sá, er drottinn Jesús
reis upp frá dauðum samkvæmt frásögum guðspjall-
anna. Svo og árlega páskahátíð: minning pínu Jesú,
dauða hans og upprisu, og næst hátíð heilags anda, sem
vér nefnum nú hvítasunnu. Gyðingar höfðu hátíðir um
sömu mundir ársins, og hélst við nafn annarar þeirra:
páskar. Þessi helgihöld kristinna manna komust þó
eigi í fastar skorður fyrri en trúin náði viðurkenningu
ríkisvaldsins, eða snemma á 4. öld.
Að þeim tíma sjást þess lítil merki, að fæðingar Jesú
í þennan heim hafi verið minst hátíðlega — aðeins í
sambandi við minningu skírnar hans, sem minnst var
6. janúarmánaðar. En laust eftir miðja 4. öld, á dögum
Líbertís biskups, kemur fæðingarhátíð frelsarans fram