Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 56

Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 56
54 L I N D I N Helgiathafnir kirkjunnar. (Frh.). f 2. árg. »Lindarinnar« ritaði ég lítilsháttar um helgiathafnir kirkjunnar, en hafði þá ekki lokið máli mínu, að fullu. Var þar rætt um skírnina, ferminguna og hjónavígsluna. Hér mun ég þá fara nokkrum orðum um altarissakramentið. Allar helgiathafnir vorar fram- kvæmum vér í þeirri sannfæringu, að andlegur, ósýni- legur heimur umlyki oss og í þeirri trú, að vér getum, ef hin réttu skilyrði eru fyrir hendi, orðið aðnjótandi blessunaráhrifa frá þeim heimi. Helgiathafnirnar eru ein tegund tilbeiðslu vorrar og guðsdýrkunar. Þær eru leit að guði, leit að sambandi við hann, sem getur látið blessun sína streyma niður til vor og birt mátt sinn i veikleika vorum. Frá öndverðu hafa menn litið svo á, að altarissakra- mentið væri helgasta og leyndardómsfyllsta athöfn kirkjunnar. Hún væri, vegna uppruna síns og eðlis, einskonar »laundyr til líknarsala«, sem mannsandanum opnaðist er hann kæmi að kvöldmáltíðarborðinu í ein- lægni og djúpri þrá eftir honum, sem í loftsalnum í Jerúsalem sagði forðum við lærisveinana fyrstu: »Gjörið þetta í mína minningu«. Það er ekki tilgangur minn að rita langt mál um hið ósýnilega sem gerist við þessa athöfn, eða lýsa hinum guðfræðilegu kenningum um hana. Þar skiftast skoð- anirnar í hinum ýmsu kirkjudeildum, eins og kunnugt er. En öllum, sem þessa athöfn hafa rækt, bæði fyrr á öldum og hinum síðustu tímum, ber saman um, að í kvöldmáltíðarathöfninni sé fólgin óendanleg blessun. Ég er þeirrar sannfæringar, að við þessa helgu athöfn opnist áhrifum ljóssins, máttarins og kærleikans af hæðum greiðari vegur til mannssálnanna, en við nokk- ura aðra athöfn kirkjunnar. Og að það sé því mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.