Lindin - 01.01.1932, Side 98
96
L I N D I N
Aðalfundur
Prestafélags Vestfjarða.
Ár 1931, miðvikudaginn 2. september, kom Presta-
félag Vestfjarða saman að Stað í Steingrímsfirði til að
halda aðalfund félagsins, sem er 4. fundur þess. Fund-
urinn hófst með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 12,30 e.
h. Sr. Helgi Konráðsson prédikaði og lagði út af Gai.
4, 4.—7., en sr. Sigurgeir Sigurðsson þjónaði fyrir alt-
ari. Allir prestarnir, sem voru mættir, gengu til altaris,
en þeir voru þessir:
Stjórn félagsins:
Formaður sr. Sigurgeir Sigurðsson prófastur, ísafirði.
Sr. Böðvar Bjarnason, Rafnseyri.
Sr. Halldór Kolbeins, Stað í Súgandafirði.
Og auk þeirra:
Sr. Sigtryggur Guðlaugsson prófastur, Núpi.
Sr. Jón Brandsson prófastur, Kollafjarðarnesi.
Sr. Sveinn Guðmundsson, Árnesi.
Sr. Jón N. Jóhannesson, pastor loci.
Sr. Þorsteinn Jóhannesson, Vatnsfirði.
Sr. Helgi Konráðsson, Bíldudal.
Að lokinni guðsþjónustu flutti formaður erindi í
kirkjunni, þar sem hann beindi þeirri ósk til viðstadds
safnaðar og um leið til safnaða yfirleitt að starfa bet-
ur en hingað til með prestum sínum og að kirkju- og
kristindómsmálum. Þörfin væri sennilega meiri nú en
nokkru sinni fyr, þar sem erfiðleikar í kirkjumálum
fara vaxandi og andúð gegn kristindómi eykst. Mundi
vafalaust mega bæta úr þessu með meira samstarfi
presta og safnaða, fegurri kirkjuhúsum o. fl.
Gunnlaugur Magnússon, sóknarnefndarformaður, á-