Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 34
32
L I N D I N
Mjer finnst að jeg geti skilið elsku Guðs í ýmsum
efnum og tek glaður undir lofsönginn:»Guð,allurheim-
ur, eins í lágu og háu«, — og falið mig hans dásamlegu
og elskulegu föðurnáð. Og jeg get skilið hvers vegna
jeg á að lofa hann og vegsama fyrir hina mörgu, ó-
verðskulduðu og dýrðlegu gjafir, sem hann gefur lík-
ama mínum og sál. Og jeg get vel skilið það að bæði
mjer og öðrum gleymist allt of oft að lofa Guð og veg-
sama fyrir það, að hann lætur okkur ekki mæta sorg
og þjáningum, og erum ógætnir og gáskafullir og ger-
um lítið úr, »að lá við slysi, en varð ekki af«. En mjer
verður þungt fyrir brjósti, þegar mjer er sagt að lofa
Guð og gleðjast af miskunnsemi hans, þegar heimili
mitt sundrast og ástvinir mínir hverfa mjer á ýmsan
hátt, og þeir, sem jeg unni heitast, kallaðir heim, í
blóma lífsins, frá óloknum störfum — í morgunsárinu.
En við nánari íhugun, reyni jeg að láta mjer skiljast,
að rithöfundurinn muni hafa rjett fyrir sjer. Það er
til að styrkja, auðga og göfga sambýlis- og heimilis-
bönd jarðlífsins, að faðir okkar á himnum leysir þau.
Það er ekki til þess að eyðileggja heimili, að hann kenn-
ir oss að fljúga, heldur til að sýna mjer og þjer, að
heimkynnið okkar er stærra en hreiðrið okkar. Hann
vill sýna þjer, að í húsi föður þíns eru margar vistar-
verur, og að hreiðrið þitt er aðeins ein af þeim. Með
þessu er hann að leiða þig inn í heimilishugsjón Krists,
þar sem útlendingarnir og gestimir eru jafnt bræður
þínir og systur og ástvinimir, sem ólust upp við arinn
þinn. Með því að rjúfa heimili þitt er góður Guð að
leiða þig inn í helgidóminn í því allsherjarheimili, þar
sem þú átt að verða bróðir smælingjans og útlagans,
systir hins fallna og vinalausa, móðir hins sjúka og
þjáða, sonur hins veiklaða og máttvana, og dóttir hins
ellihruma og sorgmædda.
Manstu eptir því hvemig barnið Jesús missti af
foreldrum sínum, um skeið? Það var fyrsta sporið á