Lindin - 01.01.1932, Side 57
L I N D I N
55
mikilvægt, aft skilningur manna glseftist fyrir þvi, aft
hér sé um alveg einstætt tækifæri að ræða til þess að
verða fyrir áhrifum frá andlegum heimi. Ég tel það
ómetanlegt tjón trúarlífi þjóðar vorrar, hve fáir það
eru innan safnaðanna, sem taka þátt í þessari athöfn.
Það er vafalaust eitt af hinum stóru verkefnum kirkj-
unnar, að vekja menn til skilnings á þessu sviði. Það
mun víða vera svo, í söfnuðum landsins, að þessi athöfn
er ekki höfð um hönd nema einu sinni eða tvisvar á ári
og þá ekki nema örfáir, sem finna hvöt hjá sér til þess
að koma að altarisborðinu. Sumstaðar erlendis fer
aldrei hámessa fram án þess að þar sé gengið til altaris.
Nýlega las ég merka bók um altarissakramentið.
»The Scienee of Sakraments« heitir hún og er aðalkafli
hennar »The holy Eucharist«. Bókin er eftir hinn mikla
andans mann Charles W. Leadbeater. Hvað sem menn
annars kunna að segja um skoðanir hans, innan hinnar
lútersku kirkju, þá er víst, að bókin varpar fögru ljósi
yfir margt í sambandi við þessa athöfn og heldur því
eindregið fram, að mennirnir sæki þangað dásamlega
blessun og verði þar fyrir áhrifum, sem ekki sé annar-
staðar unnt að fá. Hvar sem farið er með hin heilögu
tákn kvöldmáltíðarinnar, þar er engill frá heimi guðs
viðstaddur. Við sjáum ekki hin andlegu áhrif og hið
dásamlega verk, sem unnið er í hinum andlega og ó-
sýnilega heimi, sjáum ekki helga strauma ljóss og
blessunar frá ástvini mannanna, Jesú Kristi, sem er
höfundur og stofnandi þessarar athafnar og er þar
alla daga nálægur. En þó að vér getum ekki séð in?i í
andlega heiminn, þá er ekki nokkur vafi á því, að vér
getum átt þess kost að finna eða skynja blessunar-
straumana sem til vor beinast, þar sem þessi athöfn
fer fram. En jafnframt því sem við sjálf, persónulega,
verðum þar aðnjótandi blessunaráhrifa, þá verðum vér
þar vafalaust einskonar farvegur dásamlegs máttar og
ljósáhrifa til annara manna. Ljósáhrif himnanna eru