Lindin - 01.01.1932, Side 85
L I N D I N
83
Séra Helgi Konráösson, sem undanfarin 4 ár hefir
verið prestur í Bíldudalsprestakalli hefir í ár fengið
veitingu fyrir Höskuldsstaðaprestakalli í Austur-Húna-
vatnssýslu. Meðan hann dvaldi hér á Vestfjörðum var
hann, eins og lesendum »Lindarinnar« er kunnugt,
meðlimur Prestafélags Vestfjarða og einn af ágætustu
styrktarmönnum »Lindarinnar«. Vestfjarðaprestamir
sakna séra Helga áreiðanlega allir úr hópi sínum eins
og söfnuðir hans. Hann var góður félagi og starfaði,
hvar sem hann kom að, af áhuga og í einlægni. óskar
»Lindin« honum alls góðs í hinu nýja prestakalli og
blessunar í öllu starfi hans fyrir íslenzka kirkju og
kristni.
Séra Jón Jakobsson var af biskupinum yfir íslandi
vígður til Bíldudalsprestakalls í synodus-guðsþjónustu
sl. sumar. Er hann nú fluttur í prestakallið ásamt konu
sinni og ungum syni. »Lindin« býður hann velkominn í
prestsstöðuna og í Prestafélag Vestfjarða.
Séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur á Núpi í
Dýrafirði átti 70 ára afmæli 27. september þ. á. Urðu
margir til að votta honum þakklæti og virðingu sína
þann dag og vinakveðjur og óskir bárust honum
hvaðanæva, því að prófasturinn er vinmargur og ást-
sæll.
Söfnuðir hans þökkuðu honum hin hollu og björtu á-
hrif hans með því, að leggja rafleiðslu um heimili hans
og var, fyrsta sinni, kveikt á rafljósunum afmælisdags-
kvöldið. Nemendur hans, eldri og yngri, gáfu skólan-
um á Núpi, sem séra Sigtryggur stofnaði og hann alltaf
hefir stutt með ráðum og dáðum, brjóstmynd úr bronsi
af prófastinum. Margir vinir hans komu að Núpi þenna
dag. Þar voru fluttar margar ræður og árnaðaróskir.
»Skrúður« séra Sigtryggs er vafalaust fegursti blett-
urinn á Vestfjörðum, þar sem mannshöndin hefir ver-
ið að verki. Yfirleitt hefir margt gott og fagurt vaxið i
sporum þessa mæta manns. 6*