Lindin - 01.01.1932, Síða 81
L I N D I N
79
skýla dalnum að norðan. Þar stendur myndarlegt, ný-
byggt steinsteypuhús og gömul kirkja á miðju stóru,
sléttu túni. Kýr eru enn á stöðli og verið er að binda
hey og síðsumarkvöldið er að þokast niður dalinn eins
hljóðlega og innilega og framast getur í íslenzkri sveit.
Prestur staðarins, síra Jón N. Jóhannesson og frú Þu-
ríður Filippusdóttir tóku á móti okkur af frábærri gest-
risni. Kvörtuðu þau um það eitt, að við værum of fáir,
sem sóttum fundinn og má af því marka, hve rausnar-
legt þetta heimboð þeirra var. Þó bættust enn tveir
prestar við, síra Jón Brandsson prófastur í Kollafjarð-
arnesi og síra Sveinn Guðmundsson í Árnesi og kona
hans, svo að alls voru átta prestar aðkomandi og tvær
prestsfrúr. Okkar ágæti leiðsögumaður, Sigurður Þórð-
arson, skildi nú hér við okkur. Hélt hann áfram til
Hólmavíkur um kvöldið. Hans mikli greiði við okkur,
sem ekki fékkst goldinn með peningum, verður ekki tal-
inn sem iðgjald fyrir áður þeginn greiða, heldur sem
merki höfðingsskapar hans og velvilja. Og víst er um
það, að margir hefðu látið það ógert, að taka sig upp
í tveggja daga ferð með fjölda hesta, til þess að inna
af hendi slíkan greiða. —
Daginn eftir hófst fundurinn með guðsþjónustu í
kirkjunni. Fólkið dreif að úr öllum áttum og fyllti
kirkjuna, þó um hásláttinn væri og virkur dagur og
brakandi þerrir þar að auki. Fyrirlestur flutti formað-
ur félagsins, sr. Sigurgeir Sigurðsson, eftir messu. Síð-
an fór fólkið að tínast burt, en við sátum að fundar-
störfum fram til miðnættis og risum úr rekkju árla
morguninn eftir og héldum áfram og höfðum lokið
störfum á hádegi. Var sátt og samlyndi í öllum málum,
enda hafa kirkjunnar menn annað að gera nú, en að
deila innbyrðis. Sjaldan mun hafa verið meiri þörf
en nú, að þeir standi saman, sem vilja framgang hins
betra, þegar farið er að boða heiðni og annað verra,
eins og víðlesnir rithöfundar leyfa sér að gera nú.