Lindin - 01.01.1932, Síða 74
72
L I N D I N
í víðboðinu messurnar í Reykjavík, því bæði fer þar
saman góðar og uppbyggilegar ræður og góður söngur,
en það er þess að gæta, að víðboðstæki eru ekki á
hverju heimili, og verða ekki, minnsta kosti ekki fyrst
um sinn, og svo er það aðeins á sunnudögunum að
menn eiga kost á að heyra þær, en alla aðra daga verða
menn að vera án þessa, þar sem útvarpið varpar engu
slíku út á kvöldin, sem þó væri mjög svo æskilegt, og
hlustendum mjög kærkomið, en varla er þess að vænta
að útvarpið geti sinnt slíku í náinni framtíð. Húslestr-
arnir voru og eru fagur siður; um það blandast engum
manni hugur, sízt þeim sem eitthvað þekkja til þeirra.
Það er óneitanlega fögur sjón að sjá heimilisfólkið
koma saman, taka bækurnar og halda sameiginlega
guðsþjónustu, og þakka guði, lofa hann og biðja. Það
er sannarlega fagur siður, hvort heldur á helgum dög-
um eða á virkum að koma saman til guðsþjónustu,
hvort sem sú guðsþjónusta fer fram í kirkjunni eða
heimahúsum. Er það t. a. m. ekki fagurt að koma sam-
an að kvöldi dags, þegar störfum dagsins er lokið, þeg-
ar ró og kyrrð er á komin, eftir umsvif og skvaldur
dagsins, og láta hugi og hjörtu leita í hæðirnar til hans,
sem blessað hefir oss daginn og öll störf hans, og sem
hefir verndað oss á honum og varðveitt, og á svo ótelj-
andi hátt veitt oss ómetanlega velgjörninga, og þakka
honum, og biðja hann að vernda oss á komandi nóttu.
Og einmitt það er ein ástæða fyrir oss að vanrækja
ekki með öllu »lestrana«, að þeir eru fagur siður, en
einmitt það ætti að vera vor ljúfasta gleði og sönn á-
nægja að rækja sem mest og kostgæfilegast allt það
sem í sannleika er fagurt. Auk þess sem húslestrarnir
eru fagur siður eru þeir, eins og ég nefndi áðan, þjóð-
legur siður, siður sem þjóð vor hefir lengi rækt, og sem
er mjög sérkennilegur fyrir hana, og vér eigum að
rækja allt það sem fagurt er og þjóðlegt og sem ein-
kennir þjóð vora sem þjóð. Það er siðferðileg skylda