Lindin - 01.01.1932, Síða 95
L I N D I N
93
almenning í kirkjunni, í sambandi við fundinu.
Vill stjórn félagsins fyrir hönd allra þeirra, sem
fundinn sóttu úr fjarlægð, færa þeim beztu þakkir
fyrir móttökurnar og alla vinsemd sem þeir sýndu
fundarmönnum. Einnig sat fundinn séra Sigurður
Þorsteinsson sóknarprestur í Bjarkey í Noregi og flutti
þar erindi um kristniboð. Hefur hann ferðast hér um
landið í sumar. Er einlægur áhugamaður og fús til þess
að boða fagnaðarerindið.
Endurminningarnar um fundinn eru því hinar beztu
og skilst félagsmönnum það æ betur hve mikilvægt
starf Prestafélags Vestfjarða er, og hve prestar sækja
margt gott á fundi félagsins, bæði fróðleik og aukinn
þrótt til starfa.
Vegna þess að »Lindin« kom ekki út síðastliðið ár,
er hér einnig birt fundargjörð frá aðalfundi félagsins
að Stað í Steingrímsfirði 1931.
S. S.
MLindin“.
Seinastliðið ár kom »Lindin« ekki út. Voru til þess
ýmsar orsakir, en ekki sú, að Prestafélag Vestfjarða
hefði í hyggju, að hætta alveg útgáfu »Lindarinnar«,
því að það er samhuga vilji félagsmanna, að gera sitt
ítrasta til þess, að »Lindin« nái háum aldri og komist
inn á hvert einasta heimili á Vestfjörðum. Treystum
vér því, að allir kaupendur »Lindarinnar« verði oss
samtaka um að vinna að þessu takmarki. Skoðar
Prestafélag Vestfjarða alla kaupendur »Lindarinnar«
sérstaka samverkamenn sína og býður velkomna hverja
góð grein frá Vestfirðingum og vonar að geta birt þær
allar smátt og smátt þegar tímar líða fram pg ritið út-