Lindin - 01.01.1932, Síða 79
L I N D I N
77
þegar við komum að bílnum, brá okkur kynlega við,
því að við sáum þar engan bílstjóra. Héldum við í
fyrstu, að hann mundi hafa gengið eitthvað frá; hóuð-
um við því og kölluðum, létum bílflautuna gaula og
gerðum eins mikinn hávaða og okkur var unnt, en allt
kom fyrir ekki. Þóttumst við nú sjá að bíll þessi mundi
vera þarna í öðrum tilgangi en að sækja okkur, enda
var hann, þegar við fórum að athuga hann betur, æði
fornfálegur og líkur því, sem hann hefði endað þarna
göngu sína fyrir fullt og allt.
Hefðum við nú verið illa á vegi staddir, ef síra Jón
hefði ekki gert miskunnarverk á okkur og flutt okkur
alla leið á Isafjörð. Sjálfur ætlaði hann ekki að sækja
fundinn að þessu sinni.
Um sama leyti og við komum á ísafjörð, kom þang-
að einnig sr. Halldór Kolbeins á Stað í Súgandafirði.
Var nú mannmargt um kvöldið hjá prófastshjónunum,
sr. Sigurgeir Sigurðssyni og frú Guðrúnu Pétursdótt-
ur. En þau eru ekki óvön að sjá gesti á heimili sínu og
mun þó ekki vera hvað sízt í sambandi við fundi
Prestafélagsins. Má segja að þeirra gestrisna höfðings-
heimili sé heimili Prestafélags Vestfjarða um leið og
prófasturinn er sjálfkjörinn formaður þess.
Sátum við um kvöldið við skemmtilegar samræður
fram á nótt, en eigi að síður vakti prófastur okkur fyr-
ir allar aldir morguninn eftir, því að Djúpbáturinn átti
að fara snemma af stað inn að Arngerðareyri og við
ætluðum með honum. Kl. 7 vorum við komnir um borð
og báturinn lagður af stað. I Vatnsfirði kom sr. Þor-
steinn Jóhannesson og frú um borð og laust fyrir há-
degi vorum við komnir í land á Arngerðareyri heilu og
höldnu. Og ekki vorum við fyrr komnir þar í land, en
við vorum setztir að miðdegisborði hjá Sigurði kaup-
félagsstjóra Þórðarsyni.
Þó að við hefðum stranga áætlun og langa leið fyrir
höndum, létum við ekki undir höfuð leggjast að skoða