Lindin - 01.01.1932, Side 41
L I N D I N
89
hvort heldur í gyltum vagni e5a aumum tötrum, í heifiri
eða vansæmd, þá er mamma ætíð hið besta. Getur þá
nokkur g-leymt mömmu? Já, því miður vill oft svo
verða. Við gleymum henni, sem aldrei gleymir okkur.
Það er fyrsta spor ógæfunnar. Fleira kemur á eftir.
Þegar gleymdist að elska hið eina, gleymdist einnig að
elska annað. Þegar gleymdist að elska hana, sem jafn-
vel á sjálfri dauðastundinni heldur oss föstu taki,
hvemig förum vjer þá að muna annað hið góða?
Sem fæsta hendi slfkt. En til fremdar hinu fagra og
góða, skulum við koma með í pílagrímsgönguna til
mömmu. Gefum henni rúm í hjörtum okkar. Reynum
að skapa, 2. sunnudag í maí, unað á heimilunum um-
hverfis hana, gjöra daginn að heiðursdegi hennar,
gjöra bjart og hlýtt inni hjá henni. Þeir sem eru fjarri
henni, sendi henni hjartanlega kveðju. Þeir sem hafa
kvatt hana í hinsta sinn hjer í heimi, gjöri daginn að
minningardegi hennar.
Kirkja íslands! Jeg bið þig að taka þetta málefni að
þjer.
22. sept. 1932.
Sigurður Z. Gislason.
Meistarinn Kristur.
Meistarinn góði, öllum heimum hærri,
hersveita hvítra drottinn, lof sé þér!
Bænheyr þú veika von um stað þér nærri
vesælum anda’, er reyk og þoku sér.
Leyf mjer að baðast ljóss við geisla þína,
laugaðu guðdómskrafti sálu mína.