Lindin - 01.01.1932, Side 78

Lindin - 01.01.1932, Side 78
76 L I N D I N í því ástandi, sem áður er lýst. Hann verður að eiga það við sjálfan sig að komast heim til sín aftur, til Flat- eyjar. Ferðin byrjaði með því, að ég var fluttur á vélbát yfir að Hrafnseyri. Svo var Arnarfjörður spegilsléttur þenna morgun, að næst gekk helgispjöllum að láta bát- inn rista sólgljáandi vatnsflötinn. Eina bótinn, að hann jafnar sig aftur. Þegar til Hrafnseyrar kom, bar síra Böðvar það upp á mig, að ég væri hálftíma á eftir á- ætlun; þó var ekki að tala um, að við legðum af stað, fyrr en ég væri búinn að þiggja góðgerðir. Enginn fær að koma að Hrafnseyri án þess. Frá Hrafnseyri er fjallvegur yfir að Þingeyri, en ekki langur. Sóttist og leiðin fljótt, því að við vorum nú orðnir tveir saman, ég og sr. Böðvar. Er ávallt fljót- farnara af tveimur, eins og alkunnugt er. Yfir Dýrafjörð vorum við ferjaðir. Bóndinn á Gemlufalli kom og sótti okkur og var ekkert sögulegt við það, nema hvað hann fékkst ekki til að taka neitt fyrir ómak sitt og bar því fyrir, að sr. Böðvar ætti þar ekki svo lítinn gamlan góðverkasjóð. En ég naut góðs af. Reyndist það svo yfirleitt í þessari ferð, að einhver okkar og stundum margir í einu áttu góðverkasjóð, hvar sem við komum, og tók því ferðin lítt á pyngju okkar. Á Gemlufalli slóst sr. Sigtryggur Guðlaugsson pró- fastur á Núpi í ferðina. Síra Jón Ólafsson í Holti kom þangað á móti okkur með hesta handa okkur sr. Böð- vari. Var svo haldið eins og leið liggur norður yfir Gemlufallsheiði, yfir þveran önundarfjörð og upp á Breiðdalsheiði. Sr. Jón ætlaði að flytja okkur yfir heið- ina, en þar átti bíll að mæta okkur og taka okkur nið- ur á ísafjörð. Urðum við nú allfegnir, þegar við komum yfir heið- ina og sáum hvar bíllinn beið okkar. Þótti okkur þá sem erfiðleikar ferðarinnar mundu á enda í bili. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.