Lindin - 01.01.1932, Side 78
76
L I N D I N
í því ástandi, sem áður er lýst. Hann verður að eiga það
við sjálfan sig að komast heim til sín aftur, til Flat-
eyjar.
Ferðin byrjaði með því, að ég var fluttur á vélbát
yfir að Hrafnseyri. Svo var Arnarfjörður spegilsléttur
þenna morgun, að næst gekk helgispjöllum að láta bát-
inn rista sólgljáandi vatnsflötinn. Eina bótinn, að hann
jafnar sig aftur. Þegar til Hrafnseyrar kom, bar síra
Böðvar það upp á mig, að ég væri hálftíma á eftir á-
ætlun; þó var ekki að tala um, að við legðum af stað,
fyrr en ég væri búinn að þiggja góðgerðir. Enginn fær
að koma að Hrafnseyri án þess.
Frá Hrafnseyri er fjallvegur yfir að Þingeyri, en
ekki langur. Sóttist og leiðin fljótt, því að við vorum
nú orðnir tveir saman, ég og sr. Böðvar. Er ávallt fljót-
farnara af tveimur, eins og alkunnugt er.
Yfir Dýrafjörð vorum við ferjaðir. Bóndinn á
Gemlufalli kom og sótti okkur og var ekkert sögulegt
við það, nema hvað hann fékkst ekki til að taka neitt
fyrir ómak sitt og bar því fyrir, að sr. Böðvar ætti þar
ekki svo lítinn gamlan góðverkasjóð. En ég naut góðs
af. Reyndist það svo yfirleitt í þessari ferð, að einhver
okkar og stundum margir í einu áttu góðverkasjóð,
hvar sem við komum, og tók því ferðin lítt á pyngju
okkar.
Á Gemlufalli slóst sr. Sigtryggur Guðlaugsson pró-
fastur á Núpi í ferðina. Síra Jón Ólafsson í Holti kom
þangað á móti okkur með hesta handa okkur sr. Böð-
vari. Var svo haldið eins og leið liggur norður yfir
Gemlufallsheiði, yfir þveran önundarfjörð og upp á
Breiðdalsheiði. Sr. Jón ætlaði að flytja okkur yfir heið-
ina, en þar átti bíll að mæta okkur og taka okkur nið-
ur á ísafjörð.
Urðum við nú allfegnir, þegar við komum yfir heið-
ina og sáum hvar bíllinn beið okkar. Þótti okkur þá
sem erfiðleikar ferðarinnar mundu á enda í bili. En