Lindin - 01.01.1932, Side 88
86
L I N D I N
ar þjóðarinnar. Þessvegna eiga allir þeir, sem unna
kristni landsins að styrkja það eftir mætti með því að
kaupa það og lesa og vekja athygli annara á því. Og
sem allra flestir unnendur kristinna hugsjóna eiga að
biðja sér þar hljóðs. Því að það vill vera boðberi feg-
urstu og göfugustu hugsjóna mannlífsins.
Halldór Kolbeins.
N&mabók l kristnum fræöum
handa börnum, saman hefir
tekið Böövar Bjamason, prest-
ur að Rafnseyri. Rvík. 1932.
Einn stærsti viðburður, er um útkomu kristilegra
bókmennta er að ræða á þessu ári, er útkoma bókar
þeirrar er að ofan getur. Það fylgir vandi vegsemd
þeirri að semja námsbók í kristnum fræðum handa
börnum. Höfundur bókar þessarar er þaulvanur kenn-
ari og hefir kennt unglingum í áratugi, og með mjög
góðum og miklum árangri. Það mun langt síðan hann
hóf samningu á »Námsbók í kristnum fræðum«. Er
þeim er þetta ritar kunnugt um, að það hefir verið sú
hugsjón, sem höfundur hefir átt hvað kærasta í verka-
hring sínum að gefa þjóð sinni kost á því að nota bók
sína við uppfræðslu barna í landinu. Er hann sjálfur
kostnaðarmaður bókarinnar, og gefur hana út á sextug-
asta afmælisári sínu. Orð höfundar sjálfs íformála bók-
arinnar lýsa bezt hvað fyrir honum vakir, er hann
sendir bókina frá sér:
1. »Það hefir vakað fyrir mér, að beina athygli barn-
anna að opinberun Guðs, bæði í riki náttúrunnar og
náðarinnar, og þá umfram allt í Drottni vorum Jesú
Kristi. Tel ég þetta nauðsynlegt frumskilyrði við það
starf, að glæða trú og kærleika í hjörtum barnanna.
2. Ég hefi, nær algjörlega, leitt hjá mér trúfræðileg-
ar skýringar efnisins, af þeirri ástæðu, að ég tel heilla-