Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 47
L I N D I N
45
urkend vegna þess að hún tekur hér til geymslu hjúp
þann, sem guðsmyndin skrýddist um stund og þjónaði
henni í útlegðinni. Heilög jörð skal hér viðurkend
vegna þess, að hún mun hræra svo viðkvæmt við inni-
legustu og helgustu tilfinningum lifandi manna, kær-
leikstilfinningunum, sem eru jafnvel sterkari en dauð-
inn. Heilög jörð skal hér viðurkend vegna þess, að hún
veitir því móttöku, sem, fyrir hið nána samband sálar
og líkama, var í reyndinni og verður í endurminning-
unni mörgum lifandi mönnum hjartanlega dýrmætt —
já, jafnvel þeirra hálft líf. Heilög jörð skal hér viður-
kend vegna þess, að almætti guðs mun, samkvæmt
fræðslu frelsarans, leysa héðan að nýju, ósýnilega, efni
til óforgengilegs skrúða dýrðar, þegar raust guðs son-
ar býður »að ganga út«.
Hér munu falla mörg og heit tár saknaðar og trega,
sem aðeins alviska og almætti guðs getur gert að perl-
um á kórónu lífsins. Hér munu gróðursett mörg blóm,
ímynd þeirra, sem kærleikur guðs þrýstir að hjarta
sér og endurgræðir í ódáins akri. Hér mun oft gengið
»meðal leiðanna lágu« gegnum »þrönga hliðið« og
»mjói vegurinn« stiginn, sem »til lífsins liggur« — til
himnanna háu. ó, þessi torsótta guðsríkisbraut er svo
oft lögð gegnum þessa helgu staði. — En látið samt
eigi hugfallast: í þeim er líka tilefni til þess að hefja
augu til himins og minnast þess að »Guð fær ei sínum
gleymt í hrygð«, að »dauðinn er uppsvelgdur í sigur«,
svo að guði ber að »þakka, sem gaf oss sigurinn fyrir
drottinn vorn Jesú Krist«. Hér lærir rétt hugsandi
maður að segja: »Bæði fyrir blítt og strítt blessaður sé
drottinn«.
Minnist nú þess, kærir vinir, að þessi staður vígist
þannig eigi aðeins sorginni, sem mönnum eðlilega er
svo gjarnt til að tileinka slíkum reitum, heldur lfka
gleðinni, sem hver fyrirheitin heimför úr fltlegð hefir
í för með sér; hann vígist eigi aðeins myrkrinu, sem