Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 76
74
L I N D I N
ustur eitt höfuðatriði ásamt orðum og dæmi foreldr-
anna. Æskan er veik fyrir og hvikul, en hún er ekki
spillt eða vond af sjálfu sér; hún þarf að hafa staf að
styðja sig við, áttavita til að vísa sér leið til þess að
hún geti náð góðum höfnum. Og styrkasti stafurinn
fyrir hana og bezti áttavitinn er og verður kristindóm-
urinn, og húslestrarnir eru hans prédikun. Segið mér,
kristnir foreldrar, viljið þér ekki,að einmitt kristindóm-
urinn móti hugsunarhátt barna yðar og ráði lífsstefn-
um þeirra? Ég veit að þið viljið það öll. En hvernig má
það verða, ef heimaguðsþjónusta er gjörsamlega lögð
á hilluna. Það megum vér með engu móti gjöra. En
annað skulum vér reyna til að gjöra, og það er að
taka húslestrana upp aftur og gjöra almennan þennan
góða og fagra þjóðarsið vorn, og við megum ekki hætta
fyrr en hann er iðkaður á hverju einasta heimili, bæði
til sjós og sveita. Og gleymum þá ekki heldur sálma-
söngnum í heimahúsunum samfara lestrunum. Nú
munu orgel vera notuð við sérhverja kirkjuguðsþjón-
ustu í landi voru, en í heimahúsunum eru þeir nú næsta
fáir orðnir, sem geta eða vilja taka undir sálmavers,
og munu þess ekki fá dæmi, að prestar verði að syngja
einir, t. d. er þeir skíra börn í heimahúsum. En þetta
kemur ekki til af því að menn geti ekki sungið, heldur
af því að menn koma sér ekki að því. Organleikarar og
kennarar ættu að gangast fyrir því hver í sinni sókn
og sveit, að auka söngvísi fólksins með því að stofna
söngfélög, hver í sínu byggðarlagi, og það er trú mín
að þá muni ekki vanta fólk, sem geti sungið.
Góðir íslendingar, menn og konur, ungir og gamlir.
Vér megum með engu móti láta falla niður heimilis-
guðsþjónusturnar. Munið, að þær hafa orðið þjóð
vorri til ómetanlegrar blessunar, og það verða þær líka
á ókomnum öldum, ef þær eru kostgæfilega ræktar. Að
endurreisa þær, fegra þær og fullkomna, er hlutverk
vort. Og til þess að vinna að þessu vil ég beina orðum