Lindin - 01.01.1932, Side 27
L I N D I N
25
i'ndagreinar: Landafrseði, náttúrufrseði, lseknisfrseði, sá
maður þætti fáfróður í meira lagi, sem reisti nú allar
hugmyndir sínar í þessum efnum á þeirri þekkingu,
sem hafði gildi á dögum Páls. Það fullkomnara gjörir
oft að fánýti hið ófullkomnara, sem var í molum, þvi
að þekking vor er í molurn og spádómur vor er í mohim,
en þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok,
sem er i molum. En kærleikurinn líður ekki undir lok
eins og það, sem er í molum. Þeir menn, sem gnæfðu
hæst í heimi veraldlegrar þekkingar á fyrri öldum eru
nú fyrir fjöldanum dánir menn, fáir minnast þeirra,
færri þekkja verk þeirra. En þau kunnu mikilmenni
sem lýstu heiminum á sínum tíma og blessuðu hann
með hjartanlegri og sannri elsku, hreinum kærleika,
þau varpa enn í dag næstum meira krafti og Ijósi en
áður yfir veröldina. (í raun og veru er þessu eins farið
um þá, hverra nöfn eru ekki rituð á óminnisspjöld sög-
unnar). Þegar ég var bam, talaði ég eins og barn, hugs-
aði eins og bam og ályktaði eins og bam, þegar ég var
orðinn fulltíða maður l&gði ég niður barnaskapinn.
Hugmyndir bernskunnar deyja í vissum skilningi þeg-
ar maðurinn verður fulltíða og menn munu líka, er þeir
lifa með Kristi í framtíðinni líta á þekkingarhugmynd-
ir þessa jarðlífs eins og sannar bernskuhugmyndir, eigi
er svo að skilja, að þær séu ekki reistar á nokkuru rétt-
mæti, en vér sjáum hér á jörðu aðeins ógreinilega og
ónákvæmlega hinn mikla veruleika, veruleika Guðs,
það sem Guð sér, þvi að nú sjáum vér svo sem i skugg-
sjá, i óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Á jörðunni
sjáum vér alla hluti eins og í skuggsjá, það er að segja
í spegli. Þegar vér sjáum eitthvað í spegli, þá snúum
vér í raun og veru að því hnakkanum, það er fyrir aft-
an oss. Til þess að sjá hlut eins og hann er, horfum vér
beint á hann, snúum oss að honum. Speglar voru ófull-
komnari á dögum Páls heldur en þeir eru núna. Að
vísu voru til góðir málmspeglar, en flestir speglar voru