Lindin - 01.01.1932, Page 66
64
L I N D I N
þú rataðir heim?« Og faðirinn svaraði : »Já, elsku bam,
ég sá það, og það er eingöngu því að þakka að ég er
heima hjá ykkur þessi unaðslegu jól«. —
Þ. J.
Tómasarkirkjan í Leípzig.
Ein elzta og merkasta kirkjan í borginni Leipzig í
Saxlandi var frá upphafi vega sinna helguð postulan-
um Tómasi, og er hún enn í dag nefnd Tómasarkirkjan.
Hún er raunar ekki mesta kirkjan þar í borginni, en þó
mikið og veglegt hús, byggð í gotneskum stíl og prýdd
hið innra myndum og útskurði. Eftir endilangri kirkj-
unni ganga tvær súlnaraðir og skipta henni í þrjú
»skip«. Hið efra mætast súlnahöfuðin í margbrotnum,
fagurlega mynduðum oddbogahvelfingum. Gluggarnir
eru gerðir úr marglitu gleri, skreyttir myndum og
dráttlistaverkum allskonar, svo að birtan í kirkjunni
fær einkennilega hátíðlegan rökkurblæ.
Einn er sá gripur í kirkjunni, er mér fannst mest
um. Það er pípuorgel mikið, og eitt hið dýrlegasta
furðuverk.
Tómasarkirkjan er 720 ára gömul á þessu ári, reist
árið 1212, en hefir oftar en einu sinni verið stækkuð
og endurbyggð Jt þessu timabili og síðast á árunum
1884—1889.
Þó að ég hafi hér í fáum orðum lýst kirkju þessari,
þá er það hvorki stærð hennar né fegurð, sem gert
hefir hana kunna og fræga víða um lönd, heldur ýmsir
raerkir raenn, sem við hana hafa starfað, og svo hinir