Lindin - 01.01.1932, Side 11
L I N D I N
9
henni til gamans í »hægri eða vinstrk, lesið líka í öör-
um guðsorðabókum eða sungið. Ljót orð máttu ekki
mælast og »ekki spila á jólanóttina« — ekki fyrri en á
jóladagskveldi. Man eg, að okkur börnunum fanst í-
mynd heilagleikans hvíla yfir heimilinu þessa kvöld-
stund og finna mega til sællar nálægðar guðs anda. —
Bráðum var borinn inn hátíðarmaturinn. Var það fyrst
jólagrauturinn, gerður af mjólk og hrísgrjónum, bætt-
ur með kanel, rúsínum og smjöri. Eftir hann komu
diskar hlaðnir jóla(laufa)brauði og feitmeti (magáll,
sperðill). Var það skemtun barna, að hlaupa á milli
með laufakökurnar, til að sýna hve fallegur skurður
þessum eða hinum hafði hlotnast. Margir aðeins
smökkuðu á þessum átmat, en geymdu hann annars.
Sumar stúlkur geymdu laufakökur vikum saman. Síð-
ast var drukkið súkkulaði með brauði. — Ljós voru
sett víðsvegar í bænum, og í baðstofu látin lifa nátt-
langt, en eigi vakti fólk mikið lengur en venjulega.
Næsta morgun (jóladagsmorgun) voru menn snemma
á fótum. Bjuggust þá sem flestir til kirkjuferðar, ef
messa átti í sóknarkirkjunni. Var kirkjan alsett kerta-
ljósum og einn eða tveir menn valdir þeim til skörun-
ar. Söngur víðast byrjaður með »Te Deum« »aldamóta-
bókarinnar«. — Húslestur heima fyrir hafður snemma
dags. — Til góðgætis þennan dag höfðu menn kaffi
eða súkkulaði með brauði fyrst að morgni. Midegis-
verður var kalt hangikjöt með brauði og viðmeti. —-
Nú, er heim var komið frá kirkju, tóku menn að skemta
sér, helst með spilum og jólaleikjum (»fríunarleik,
pantaleik, dómaframkvæmdum og flokkstigi með söng;
harmonika og parstiginn dans þektist varla). Voru þá
og 2. dag jóla, sem helgaður var líkt og sunnudagur,
stundum heimsóknir bæja á milli, einkum af ungling-
um.
Á 3. degi jóla var aftur tekið til vinnu. En vinnu
sína, aðra en nauðsynjastörf heimilis, áttu hjúin sjálf