Lindin - 01.01.1932, Qupperneq 23
L I N D I N
21
ritar 1. Kor. brendi Indverji nokkur, sem var í för með
sendisveit, sem Pórus sendi til Ágústusar, sig lifandi,
og það er ekki ólíklegt, að Páll hafi séð gröf hans. Al-
kunnugt var líka um indverskan heimspeking nokkurn,
sem brenndi sig lifandi á dögum Alexanders mikla.
Það er vitanlegt, að Páll postuli metur gjafmildi og
hugrekki mjög mikils, en hann heldur því fram, að á
hversu háu stigi sem þetta tvennt sé, þá sé maðurinn
engu bættari fyrir það, ef hann hefir ekki kærleikann
og segir: Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og
þótt ég framseldi líkama minn til þess, að ég yröi
brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Þannig endar 1. versið í sálminum og hefir þá Páll tal-
ið upp fimm ágætar og eftirsóknarverðar gáfur og bor-
ið þær saman við kærleikann, sem sé þessar: óviðjafn-
anlega tungumálakunnáttu, hámark þekkingar, trú svo
mikla, að meiri trú er ekki til, algleymis gjafmildi, það
mesta hugrekki, sem mannshugur rúmar.
I öðru versi sálmsins, sem vér gefum fyrirsögnina:
lýsing á margföldu ágæti kærleikans, og sem telst 4. til
7. vers í kapitulanum, lýsir Páll eiginleikum og ein-
kennum elskunnar með dásamlegu litskrúði. Það er
eins og hann horfi á lífið frá óteljandi sjónarhæðum
og sjái allstaðar, hvernig kærleikurinn gefur því gildi.
Hann telur upp 15 einkenni kærleikans. 8þeirraerunei-
kvæð, en 7 jákvæð. Hin neikvæðu eru: 1. öfundar ekki,
2. er ekki raupsamur, 8. hreykir sér ekki upp, 4. hegðar
sér ekki ósæmilega, 5. leitar ekki síns eigin, 6. reiðist
ekki, 7. tilreiknar ekki hið illa, 8. gleðst ekki yfir órétt-
vísinni. Jákvæð einkenni nefnir hann þessi: 1. kærleik-
urinn er langlyndur, 2. góðviljaður, 3. samgleðst sann-
leikanum, 4. breiðir yfir allt, 5. trúir öllu, 6. vonar allt,
7. umber allt.
Krafturinn í stíl postulans kemur ennþá skírar fram
i grískunni heldur en íslenzkunni og þó hlýtur oss öll-
um að verða ljóst vaxandi afl hrynjandinnar, þegar vér