Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 60
58
L I N D I N
á lygna vfkina, fannst honum himnesk birta og friður
umlykja heimilið sitt, og þegar Ægir fór hamförum, og
freyðandi holskeflur reistu kambinn úti fyrir nesinu, —
sem skagaði fram undir siglingaleiðina, inn fjörðinn,
fannst honum tign og lotning fyrir hinu ótakmarkaða
valdi, læsa sig um merg og bein. Hér var útsýnin til
hafsins svo unaðsleg, og i fjarska, innst inni við fjarð-
arbotninn, blöstu við húsin í kaupstaðnum.
Jón hafði fyrstu árin komizt sæmilega af með litla bú-
ið sitt, að því viðbættu, sem hann sjálfur hafði aflað
á kænuna sína. Margan góðan feng hafði hann komið
með að landi, þótt stundum væri harðsótt förin, og ó-
jöfn glíman þegar hann og Ægir áttu tveir einir leik
saman. — En svo skall kreppan yfir og 6. barnið bætt-
ist við á heimilinu. Jón sá að hann varð að finna ný
ráð, svo að hópurinn heima liði ekki skort. En atvinnu
var hvergi að fá, nema því aðeins að hann kæmist í
skipsrúm á öðrum togaranum, sem gekk frá kaup-
staðnum. Af hendingu fór háseti af togaranum »Barð-
inn«, og Jón komst þar að, enda var hann víða þekkt-
ur sem atorku og dugnaðarmaður. —
Jón hafði verið tvær vetrarvertíðir á »Barðanum«.
En á sumrin og haustin hafði hann verið heima og
stundað bú sitt. Eftir að skipstjórinn kynntist dugnaði
hans og sjálfsbjargarviðleitni, hafði hann sagt honum,
að skipsrúmið væri honum opið hvenær sem hann kæmi,
og þessvegna hafði Jón verið heima, báða veturna,
fram yfir hátíðarnar.
Nú hafði hann aftur á móti farið haustvertíðina, til
þess að hækka hlutinn sinn, og geta lagt meiri skerf
til konunnar og barnanna heima. — Helgi litli elzti son-
ur hans, var nú líka kominn á 12. ár, svo að það var
honum leikur, ásamt móður sinni, að hirða skepnumar
þegar pabbi var ekki heima. Og til frekari tryggingar
hafði Jón beðið nágranna sinn, á næsta bæ, innan við