Lindin - 01.01.1932, Side 77
L I N D I N
75
mínum til kvenþjóðarinnar, sem yfirleitt er næm fyrir
öllu fögru og góðu, og sem á svo margt í eðli sínu af
því sem bezt er í manneðlinu, og sem má sín svo mikils
hvervetna, þar sem hún vill fyrir alvöru beita sér. Nú
munu kvenfélög vera í velflestum sveitum og kaupstöð-
um landsins. öll hafa þau á stefnuskrá sinni að vinna
að mannúðar-, siðferðis- og menningarmálum á meðal
þjóðar vorrar. Eitt af þeim málum er endurreisn hús-
lestranna, og vil ég að lokum skora á allar kvenfélags-
konur — sem aðrar konur þessa lands — bæði hinar
eldri og yngri, að taka mál þetta upp á sína arma, og
leiða það til sigurs, og mun það áreiðanlega verða til
ómetanlegrar blessunar fyrir þjóð vora í trúarlegu og
siðferðilegu tilliti. Guð styrki alla góða viðleitni sem
miðar að því að fullkomna þjóð vora í trú og siðgæði.
Sveirm Guðmtmdsson.
Árnesi.
Skemmtileg ferð.
Það var ekki líkt neinni gestrisni að stökkva af stað
heimanað og skilja prófastinn sinn eftir liggjandi í
rúminu (frískan þó). En þegar maður þarf að leggja
af stað á fund Prestafélags Vestfjarða, skeytir maður
hvorki um skömm né heiður. Þangað verður að komast.
Sumarið 1931 var aðalfundur félagsins haldinn að
Stað í Steingrímsfirði. Ég átti lengst að sækja, frá
Bíldudal, og dæmdist á mig að segja ferðasöguna. Er
mér það ljúft, því að aldrei hef ég farið skemmtilegri
ferð.
Mánudaginn 31. ágúst, klukkan 7 að morgni var ég
ferðbúinn; kvaddi prófast minn, síra Sigurð Haukdal,